hehe…. Þessir eru kannskí p´´inu barnalegir en samt fyndnir…
Einu sinni var fjölskylda mamma,pabbi og strákur.Þau voru að fara í
sumarbústað. Pabbinn tók með sér viskí,mamman tók með sér rúgbrauð og
strákurinn tók tjatja plötu. Síðan þegar þau komu í sumarbústaðinn var
veðrið svo gott að þau ákváðu að fara í göngutúr.Þegar þau komu aftur í
sumarbústaðinn eftir göngutúrinn sagði pabbinn hver drakk allt viskíið mitt?
Þá sagði mamman hver borðaði rúgbrauðið mitt ? Þá sagði strákurinn hver beit
í tjatja plötuna mína ? Þá stóð mús út í horni og heyrðist hikst
Prump tjatjatja.
Pétur litli:- Amma, hvað ertu gömul?
- Það man ég ekki, svarar amman.
- Þú getur girt niðrum þig og athugað, sagði þá stráksi.
- Nei sonur sæll, það geri ég ekki.
- Af hverju ekki?
Í nærbuxunum mínum get ég séð hvað ég er gamall því þar stendur fyrir 4-6 ára!!
Hafnfirðingur var í þann veginn að stökkva af stóra brettinu í Sundhöll Reykjavíkur þegar vörðurinn hrópaði til hans:
,,Ekki stökkva! Það er ekkert vatn í lauginni!“
,,Það er allt í lagi. Ég kann hvort sem er ekki að synda.”
Hvað kostar hundurinn? 4000 krónur. Það er allt of mikið, hvað með helminginn? Því miður við seljum ekki hálfa hunda!
Þjónninn: Jæja, í dag er ég með reykta tungu, steikta lifur,
nýru í kássu og grísalappir.
Gestur: Ég var ekki að spyrja um heilsufar þitt.
Eldri hjón komu nýlega inn á McDonalds og pöntuðu BigMac með gosi á tilboði. Þau skiptu öllu í tvennt, fengu aukaglas og skiptu gosinu á milli sín. Maðurinn byrjaði að borða en konan sat og horfði á. Stúlka sem var að þrífa stóðst þetta ekki og spurði hvort hún mætti ekki gefa þeim annan skammt svo þau þyrftu ekki að skipta þessu á milli sín.
Gamli maðurinn svaraði: „Við erum búin að vera gift í 50 ár og við höfum alltaf deilt öllu á milli okkar. Við breytumst ekki úr þessu.“ Stúlkan spurði konuna næst hvers vegna hún borði ekki og gamla konan svaraði: „Hann er að nota tennurnar, það kemur að mér þegar hann er búinn.“
hehe….