SVERRIS VÍRUSINN:
Stelur öllu úr tölvunni þinni, þú eyðir honum, en tekur skyndilega eftir
því að vírusinn er búinn að stofna nýja, frjálslynda tölvu (mjög litla
reyndar) hinum megin í herberginu hjá þér.

KÁRA VÍRUSINN:
Sýnir þér lagafrumvarp uppá að hann hafi einkaleyfi á að eyðileggja allt í
tölvunni hjá þér. Að sjálfsögðu gerir hann það í þjóðarþágu.

BUBBA VÍRUSINN:
“Ég lýsci yvir vírusch … það er ekchert schem þú getjur ghert tchil að
bjargha þesschu.”

KVENNALISTA VÍRUSINN:
Byrjar á að eyðileggja allt, hættir svo við … byrjar aftur, en hættir
við, veit síðan ekki hvað hann á að gera, en ákveður á endanum að
eyðileggja allt …….. eða hætta við.

JÓHÖNNU VÍRUSINN:
Vírus sem upprætti allskonar spillingu í forritunum hjá þér, en breytti
síðan til, safnaði saman öllum litlu vírusunum í tölvunni og sameinaði þau
í einn risastóran vírus (sjá hér fyrir neðan).

SAMFYLKINGAR VÍRUSINN:
Er með miklar yfirlýsingar um hversu mikið hann ætli að eyðileggja, en
endar á því að lenda í rifrildi við sjálfan sig um hvernig hann ætli að
gera það.

GRÆNI VÍRUSINN: (Einnig þekktur sem ELDRAUÐI VÍRUSINN).
Pínkulítill vírus sem neitaði að taka þátt í samfylkingarvírusnum. Gerir
ekkert við tölvuna þína en getur farið rosalega í taugarnar á þér.

SJÁLFSTÆÐIS VÍRUSINN:
Hefur yfirtekið rúmlega 40% af harða disknum hjá þér, en gerir alveg
merkilega lítið miðaða við stærð.

RÍKISSTJÓRNAR-VÍRUSINN:
Kemur reglulega með skilaboðin “Það er allt í lagi með tölvuna þína”, sama
í hversu slæmu ástandi tölvan þín er.

HEILSUGÆSLU VÍRUSINN:
Lætur allt frjósa, þangað til að þú eykur diskplássið hans um 23% umfram
það sem hann átti að fá samkvæmt síðustu viðræðum

GALLUP VÍRUSINN:
60% af tölvunni þinni mun týna 30% af gögnunum í 14% tilfella sem hún er
notuð (+/ 3.5% skekkjumörk)

REYKJAVÍKURLISTA VÍRUSINN:
Þegar hann kom fyrst í tölvunni þinni sagðist hann ætla að bæta hana, en
skyndilega tekurðu eftir því að tölvan þín notar miklu meira rafmagn en
áður og rafmagns reikningurinn hækkar og hækkar og hækkar …..

MINNIHLUTA VÍRUSINN:
Getur ekki eyðilagt neitt en gagnrýnir allt sem þú gerir (ákaflega pirrandi
vírus).

VSÍ/ASÍ VÍRUSINN:
Tölvan þín frýs, skjárinn skiptist í tvennt með sömu skilaboðunum báðum
megin. Skilaboðin segja þér að það sé hinum aðilanum að kenna að tölvan þín
sé frosin.

TOLLSTJÓRA-SKRIFSTOFU VÍRUSINN:
Til að eyða þeim vírus þarftu fyrst að sækja S4 eyðublað á fjórðu hæð, láta
deildina á annari hæð undirrita það, framvísir því á þriðju hæð til að fá
K2 eyðublaðið sem er reyndar orðið úrelt, þannig að þú skilar því óútfylltu
en stimpluðu til gjaldkera, sem lætur þig fá ávísun uppá
Víruseyðingarútbúnað sem þú getur leyst út á mánudögum milli klukkan 10 og
10:30 ……… svo lengi sem þú skuldar engin opinber gjöld.

FLUGVALLAR VÍRUSINN:
Þú ert í Reykjavík, gögnin þín í París.

FREUDIAN VÍRUSINN:
Tölvan þín verður heltekin af þeirri hugmynd að giftast móðurborðinu í sér.

OMEGA VÍRUSINN:
Stoppar tölvuna þína af og til til að biðja þig um pening.

NIKE VÍRUSINN:
“Just does it”.

KEVORKIAN VÍRUSINN:
Sem samúðarverk, þá aðstoðar hann tölvuna þín við að frjósa frostinu langa.

O.J. SIMPSON VÍRUSINN:
Þú veist að vírusinn er búinn að eyðileggja allt, en þú getur bara ekki
sannað það.

TÖLVU-VIÐGERÐAR-MANNA-VÍRUSINN:
Gerir nákvæmlega ekki neitt, en sendir þér reikning uppá 13.500.

KRAFTLYFTINGA VÍRUSINN:
…. er hrrrrrrrrrrikalegur.

GAY VÍRUSINN:
Finnst Imac geeeeeeeeeeeðveikislega flott tölva …. gerir annars ekkert.

TAL VÍRUSINN:
Gerir ekkert af sér, en sponsorar öll forrit í tölvunni hjá þér.

GSM VÍRUSINN:
Er ótrúlega upptekinn við að segja þér með reglulegum skilaboðum, hversu
betri hann sé en TAL vírusinn..

FRÍKORTS VÍRUSINN:
Í hvert sinn sem þú startar tölvunni þinni færðu punkta. Þegar þú ert
kominn uppí 3.400 punkta, þá frýs tölvan þín … við 6.000 punkta eyðist
harði diskurinn, og við 12.000 punkta springur tölvan.