———————————————— ——————-
Elsku mamma
Skátaforinginn okkar bað okkur um að skrifa heim ef ske kynni að foreldrarnir hefðu séð fréttina um flóðið í sjónvarpinu og væru meðáhyggjur. Það er allt í lagi hjá okkur. Það flutu bara tvö tjöld og fjórir svefnpokar í burtu. Sem betur fer drukknaði enginn því við vorum allir uppi á fjalli að leita að Jóni þegar þetta gerðist. Segðu mömmu hans Jóns að hann sé í lagi. Hann getur ekki skrifað henni út afgifsinu. Ég fékka að keyra í einum hjálparsveitarjeppanum. Það var frábært.
Við hefðum aldrei fundið hann í myrkrinu ef ekki hefðu komið eldingar. Viddi skátaforingi varð reiður út í Halldór fyrir að fara í göngu án þess að segja neinum frá. Halldór segir að hann hafi sagt honum, en það var á meðan eldsvoðinn var í gangi, svo hann hafi líklega ekki heyrt sérlega vel í honum. Vissuð þið að ef maður kveikir í gasi, þá springur kúturinn? Blautu spíturnar brunnu ekki, en það kviknaði í einu tjaldi og eitthvað af fötunum okkar brann. Lárus verður furðulegur í útliti þangað til hárið vex aftur.
Við komum heim á laugardaginn ef Viddi skátaforingi kemur bílnum í lag. Útafkeyrslan var ekki honum að kenna. Bremsurnar voru í fínu lagi þegar við lögðum af stað. Viddi skátaforingi sagði að það væri eðlilegt að eitthvað bilaði í svona gömlum bíl. Það er kannski þess vegna sem hann er ekki á skrá. Okkur finnst þetta vera frábær bíll. Vidda er sama þó bíllinn verði skítugur og ef það er heitt í veðri, þá fáum við stundum að standa utan á stigbrettunum. Það verður stundum ferlega heitt með 10 manns í sama bílnum.
Við fengum að vera til skiptis í hjólhýsinu þar til löggan stoppaði okkur og talaði við okkur. Viddi skátaforingi er frábær. Hann er líka ferlega góður ökumaður. Hann er að kenna Dúa bróður sínum að keyra, en hann leyfir honum bara að stýra þegar við erum á fjallavegum þar sem engin umferð er. Einu bílarnir sem við mætum þar eru flutningabílar.
Strákarnir voru allir að synda í vatninu í morgun. Viddi skátaforingi vildi ekki leyfa mér að synda af því ég kann það ekki og Jón var hræddur um að hann myndi sökkva út af gifsinu, svo við fengum að róa kanóinum yfir vatnið. Það var frábært. Maður getur ennþá séð sum trén í kafi eftir flóðið. Viddi skátaforingi er ekki geðillur eins og sumir aðrir skátaforingjar. Hann varð ekki einu sinni reiður út af björgunarvestunum. Hann hefur rosalega mikið að gera við að laga bílinn, svo við reynum að vera ekki til vandræða á meðan.
Gettu hvað? Við fengum allir fyrsta-hjálpar merkið okkar. Þegar Robbi stökk út í vatnið og skarst á handlegg, þá fengum við að sjá hvernig á að setja snarvöndul til að stöðva blæðingu. Bæði ég og Brjánn ældum heil ósköp, en Viddi skátaforingi segir að það sé líklega bara matareitrun af kjúklingnum sem við fengum. Hann sagði að hann hefði oft ælt svona útaf matnum sem hann fékk á Hrauninu. Það er frábært að hann komst út og fékk að vera skátaforinginn okkar. Hann sagði að hann hefði fengið góða tíma til að hugsa sitt ráð á meðan hann sat inni.
Ég verð að hætta núna. Við erum að fara niður í þorp að setja bréfin póst og kaupa byssukúlur.
Ekki hafa áhyggjur af neinu. Okkur líður vel.
Þinn Siggi
- Á huga frá 6. október 2000