Forstjórafrú lenti í eldsvoða og brenndist. Andlit frúarinnar fór verst og þurfti að græða nýtt skinn á hana. Hún var ekki með nóg skinn sjálf í ígræðsluna svo bróðir hennar sem jafnframt er bílstjóri (sendisveinn) forstjórans, eiginmanns hennar, bauðst til að gefa skinn. Það gekk upp og var tekið skinn af rasskinn bróðursins og grætt á kinnar forstjórafrúarinna.
Þegar kinnarnar voru grónar kom forstjórafrúin til bróður síns og vildi launa honum greiðann en hann sagði, „þú ert sko margbúinn að launa mér. Mér er það sérstök ánægja að sjá manninn þinn kissa þig á kinnarnar. Ég þarf ekki meira.“
Einu sinni voru, George W. Bush, Davíð Oddson, Páfinn og 10 ára gamall gutti saman í flugvél. Þá allt í einu heyrðist í kallkerfinu: ,,Þetta er flugstjórinn sem talar, við erum að hrapa
. Það eru aðeins 4 fallhlífar í flugvélinn svo að einn verður að láta lífið. Ég tek eina. Gangi ykkur vel.
Bush: ,,ég er mikilvægasti maður Bandaríkjana svo ég verð að lifa“ svo var hann þontinn út.
Davíð Oddson: ,,Ég er gáfaðasti maður Íslands svo ég verð að lifa”
svo var hann þotinn út.
Páfinn: ,, jæja, drengur minn, ætli þú fáir ekki seinustu fallhlífina, Guð sér um mig.
Guttinn: Nei, við björgumst báðir.
Páfinn: Hvað áttu við?
Guttinn: Gáfaðasti maður Íslands stökk út með bakpokann minn á bakinu.
Það var eitt sinn viðkvæmur, sköllóttur maður með staurfót sem fékk boð
um að mæta í Hrekkjarvökupartý. Honum datt enginn búningur í hug, svo hann
ákveður að skrifa bréf til búningaleigu einnar og fá hjá þeim tillögur
að búningi sem gæti falið á honum skallann og staurfótinn.
Nokkrum dögum seinna fær hann tölvupóst:
Kæri herra, við leggjum til að þú farir sem sjóræningi.
Sjóræningjahatturinn kemur til með að fela á þér skallann og með staurfótinn lítur
þú alveg út eins og sjóræningi.
Manninum fannst þetta hræðileg móðgun, þar sem þeir höfðu talað um að
nýta fötlun hans í búninginn. Hann skrifaði harðort kvörtunarbréf til
búningaleigunnar. Viku seinna fær hann annan tölvupóst:
Kæri herra, afsakaðu þetta með staurfótinn. Ef við hefðum vitað að þetta væri svona
viðkvæmt, þá hefðum við strax lagt til að þú færir sem munkur. Munka
kufl er svo síður að hann felur staurfótinn og með skallann, þá lítur þú alveg
út eins og alvöru munkur.
Nú var maðurinn alveg brjálaður. Skítt með staurfótinn, en að ætlast til
að hann myndi nota skallann á sér sem hluta af búningi tók alveg steininn
úr. Hann skrifaði núna virkilega harðort kvörtunarbréf til
búningaleigunnar.
Nokkrum dögum seinna fær hann enn einn tölvupóstinn:
Herra, finndu stóra fötu af karamellu. Helltu karamellunni yfir sköllóttan
hausinn á þér, stingdu staurfótnum upp í rassgatið á þér og farðu sem
sleikipinni.