Ljóska kom á bókasafn, labbaði beint að bókasafnsverðinum og sagði, “mig langar að bera fram kvörtun!”
“Nú, yfir hverju.” Sagði bókasafnsvörðurinn.
“Ég fékk bók hérna í síðustu viku og mig langar bara að vita hverjum dettur
eiginlega í hug að kaupa svona rusl og lána síðan saklausu fólki þetta.”
“Hvað segirðu, hvað var eiginlega að bókinni?”
“Það voru allt, allt of margar persónur, maður gat aldrei kynnst þeim og síðan var gjörsamlega enginn söguþráður.”
Bókasafnsvörðurinn kinkaði kolli skilningsríkur og sagði, “Ah, þú hlýtur að vera manneskjan sem tók símaskrána okkar.”