Það voru tvær konur að horfa á fréttir. Önnur rauðhærð og hin
ljóshærð. Myndavélarnar beindust að manni sem stóð á þakbrún og leit út fyrir að hann
ætlaði að stökkva. Þessi rauðhærða sagði við hina: “ Ég þori að veðja
uppá 10.000.- að hann stekkur”. Ljóskan tók þessu og þær hofðu
spenntar
á.
Eftir smá stund stekkur maðurinn niður og “splash” verður að köku á
stéttinni fyrir neðan. Ljóskan segir: “Jæja rétt skal vera rétt” og
réttir rauðhærðu konunni 10.000.- Þá sagði sú rauðhærða: “Æi, ég get
ekki tekið
við
þessu… ég sá þetta í fréttunum fyrr í dag”. “Það er allt í lagi”
sagði ljóskan “ Ég sá þetta líka en datt bara ekki til hugar að hann
stykki
aftur”
Það var í gæsapartýi verðandi brúður, kvöldi fyrir giftingu. Inn í veisluna kemur strákur. Þau eru stödd í eldhúsinu og “gæsin” nokkuð hífuð gengur að honum og hvíslar. Mig langar að sofa hjá þér, þetta er síðasti sjens, komdu upp og vertu með smokk! Hún fer síðan út úr eldhúsinu og strák er brugðið. Hann er ekki með smokk á sér, en ísskápurinn er opinn og hann sér bjúga í skápnum. Hann tekur bjúgað og afhýðir það og fer síðan upp. Þar er “gæsin” tilbúin og hann notar hýðið, en í hita leiksins rennur það fram af og þappast þar inní. Hann er ekki að segja henni frá því, en á brúðkaupsnóttina þegar brúðhjónin eru að gera það, finnur brúðguminn fyrir einhverju inni í henni. Hann stoppar, þreyfar með fingri og tekur hýðið út og virðir það fyrir sér. Hvað er þetta? Henni bregður mikið og segir; Ætli þetta sé ekki meyjarhaftið mitt! Þú ert svei mér heppin, síðasti söludagur er á morgun!!!