Jónas og Guðmundur voru þáttakendur í pókerspili þar sem spilað var uppá háar fjárhæðir. Í eitt skiptið voru allir búnir að leggja niður spilin nema þeir tveir og í pottinn voru komnar margar miljónir króna. Nú vildi Guðmundur trufla Jónas, sem virtist ekki láta neitt á sig fá, og þannig ná yfirhöndinni í spilinu. Hann stóð því upp, renndi hönd sinni eftir berum skallanum á Jónasi og sagði „Nei, veistu hvað, Jónas? Skallinn á þér er eins viðkomu eins og rasskinnin á konunni minni.“
Jónas lyfti þá höndinni ótruflaður, strauk sér um skallann og sagði „Já, sko bara, það er rétt hjá þér!“



Jónas var í glögg-veislu skrifstofunnar og var að reyna við fallegustu skrifstofudömuna, nokkuð sem hann var búinn að dreyma um allt árið!

„Fyrst,“ sagði Jónas, „ætla ég að sjá til þess að þú fáir dálítið mikið af glögginu hérna, svo það losni pínulítið um þig.“

„Ég held nú síður!“ sagði stúlkan.

„Svo ætla ég að fara með þig á veitingahús og bjóða þér uppá væna máltíð og nóg af víni, til að halda þér á floti.“

„Ég held nú síður!“

„Svo ætla ég að fara með þig heim til mín og gefa þér þar af eðalvíni sem ég á og kemur þér verulega í skap til að gera hvað sem er.“

„Ég held nú síður!“

„Síðan ætla ég að eiga við þig löng og ofsafengin mök þar til þú liggur örmagna og fullnægð á gólfinu!“

„Ég held nú síður!“

„Og ég ætla ekki einu sinni að vera með smokk!“ sagði Jónas.

„Ég held nú bara víst!“ sagði stúlkan.



Jónas var eitthvað limpulegur eftir áramótin og fór að finna lækninn sinn.
Læknirinn skoðaði Jónas nákvæmlega, fann hvað var að honum og lét hann fá lyfseðil fyrir stikkpillum og (að því hann hélt) nákvæmar leiðbeiningar um notkun þeirra.
Nokkrum dögum seinna hittust þeir aftur, Jónas og læknirinn og sá síðarnefndi spurði Jónas hvernig hann hefði það.
„Ég skal segja þér það,“ sagði Jónas snúðugur. „Þessar pillur sem þú lést mig fá, þær virkuðu bara andskotan ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég hefði allt eins getað rekið þær upp í rassgatið á mér!“



Jónas og Magga voru í brúðkaupsferð og þegar þau komu á hótelið fóru þau tafarlaust upp á herbergi og gerðu það sem fólk gerir í brúðkaupsferðum.
Morguninn eftir bankaði þernan á dyrnar hjá þeim og spurði hvort þau vildu fá morgunverð. Jónas kallaði til baka og þakkaði fyrir, en sagði að þau ætluðu að lifa á ávöxtum ástarinnar.
Þegar leið að hádegi kom yfirþjónninn, bankaði á dyrnar og spurði hvort hann mætti bjóða þeim hádegisverð, en Jónas þakkaði fyrir og sagði að þau ætluðu bara að lifa á ávöxtum ástarinnar.
Um kvöldmatarleitið kom hótelstjórinn, bankaði á dyrnar og spurði hvort þau hefðu hugsað sér að koma niður og fá sér kvöldmat.
„Nei, þakka þér fyrir,“ sögðu bæði Jónas og Maggga. „Við ætlum bara að lifa á ávöxtum ástarinnar.“
„Gott og vel,“ sagði hóteltjórinn, „en má ég biðja ykkur að hætta að henda hýðinu út um gluggann!“



Jónas fór í veiðiferðalag til Sviss og gisti eina nótt í gistiheimili til fjalla, sem hann taldi annars laust við alla gesti. Hann valdi sér herbergi á jarðhæð rétt innan við aðalinnganginn og eftir að hann hafði eldað sér kvöldmat og borðað hann, settist hann á rúmið sitt og fór að hreinsa riffilinn sinn.
Jónas gáði ekki nógu vel að sér og gleymdi einni kúlu í rifflinum, svo að á meðan hann var að hreinsa hann hljóp skot úr rifflinum. Sem betur fer fór kúlan framhjá Jónasi og upp í gegnum loftið fyrir ofan rúmið.
Eftir morgunverð daginn eftir fór hann með lykilinn sinn í móttökuna og hótelstjórinn sagði við hann „Monsieur! Í gærkvöldi, kom fyrir slys hjá yður með riffilinn yðar, já?“
„Já, því miður,“ sagði Jónas. „Það hljóp skot úr riffilskömminni þegar ég var að hreinsa hann, en það er svosem enginn skaði skeður. Heppilegt að það var enginn annar í húsinu.“
„En, Monsieur, það er einmitt meinið, það var annar gestur í húsinu. Í herberginu beint fyrir ofan yðar herbergi voru ung hjón frá Englandi í brúðkaupsferð og kúlan yðar tók fingurinn af unga manninum.“
„En hræðilegt,“ sagði Jónas. „Þú verður að færa unga manninum afsökunarbeiðni mína. En það var heppilegt að hann var ekki Frakki. Þá hefði ég skotið af honum höfuðið!“



Jónas fór á hestamannamót og sá þar að einn hesteigandinn var að gefa hestinum eitthvað sem hann gerði ráð fyrir að væri einhverskonar örvandi lyf. Hann stoppaði eigandann og bar þetta upp á hann og lét þess getið að hann myndi láta forráðamenn mótsins vita af þessu.
„Lyf?“ sagði eigandinn. „Nei, hreint ekki. Þetta eru bara sykurmolar. Sjáðu, ég skal fá mér einn sjálfur. Gjörðu svo vel, þú skalt bara prófa líka.“
Báðir menn átu sykurinn. Jónas afsakaði sig og fór.
Stuttu seinna var eigandinn að segja knapanum til, hvar hann ætti að vera og hvenær hann ætti að taka á sprett og svo framvegis. Það síðasta sem hann sagði knapanum var „Þú skalt bara hanga á baki og ekki hafa áhyggjur af neinu. Ef eitthvað fer framúr þér þá verður það annað hvort ég sjálfur eða Jónas!“



Jónas var hjá lækninum og læknirinn var áhyggjufullur.
„Ég bara skil þetta ekki.“ sagði hann. „Ég er búinn að láta framkvæma margar athuganir og flóknar rannsóknir, en ég get bara ekki séð nákvæmleg hvað er að þér. Ég held að það hljóti að vera áfengisneyslan sem er að rugla allat saman.“
„Já, sko…“ drafaði Jónas, „… ég skil vel hvernig þér líður. Og ég skal bara koma seinna þegar það er runnið af þér!“



Jónas kom eitt sinn við í gæludýraverslun og keypti páfagauk sem kaupmaðurinn lofaði að gæti talað. Tveim vikum seinna kom Jónas aftur og kvartaði undan því að gaukurinn væri ekki farinn að segja eitt aukatekið orð.
„Kauptu handa honum svona bjöllu,“ sagði kaupmaðurinn. „Það virkar oft mjög vel til að fá þá til að fara að tala.“ Jónas keypti bjölluna.
Viku seinna kom hann aftur og sagði að fuglinn talaði enn ekki neitt. Nú lagði kaupmaðurinn til að Jónas fengi sér spegil í búrið hjá fuglinum – það væri alveg öruggt bragð til að fá hann til að byrja að tala. Jónas keypti spegilinn og fór með hann heim – en kom aftur þrem dögum seinna. Nú seldi kaupmaðurinn honum lítinn plast-páfagauk, sem hann sagði að myndi hvetja fuglinn til að tala.
Enn leið vika og Jónas kom aftur inn í dýrabúðina, en bara til að segja kaupmanninum að fuglinn hefði dáið.
„Og dó hann án þess að segja eitt aukatekið orð?“ spurði kaupmaðurinn forviða.
„Nei,“ sagði Jónas. „Hann sagði dálítið rétt áður en hann gaf upp öndina.“
„Hvað var það?“ spurði kaupmaðurinn.
„Í guðanna bænum gefðu mér eitthvað að éta!“



Það var óvenjulegt að sjá Jónas á hverfiskránni án hundsins. Hann hafði mætt á krána á hverjum degi í mörg ár og alltaf var hundurinn með honum. Guðmundur furðaði sig á því að hundurinn var ekki með og spurði Jónas hvar dýrið væri. Jónas brast umsvifalaust í grát.
„Ég þvoði hann í gærkvöldi og hann dó,“ snökti hann sorgmæddur.
Guðmundur var forviða. „Heldurðu að hundurinn hafi dáið bara af því að þú þvoðir hann?“ spurði hann.
Jónas kinkaði dapurlega kolli. „Það var annað hvort það, eða þurrkarinn.“



Jónas og Magga sátu heima hjá sér þegar lögreglan réðist allt í einu inn með miklum látum og handtók hann. Honum var gefið að sök að hafa rænt kvenfataverslun tveim vikum áður og tekið þaðan 50 kjóla, sem hver um sig kostaði 3.990 krónur. Lögreglan fann alla kjólana við húsleit.
„Stalst þú þessum kjólum?“ spurði varðastjórinn við yfirheyrsluna.
„Já,“ sagði Jónas skömmustulegur.
„Áður en ég skrifa upp framburðinn frá þér þá er bara eitt sem mig langar til að fá að vita,“ sagði varðstjórinn. „Af hverju tókstu stæðu af útsölukjólum sem kostuðu undir fjögur þúsund kall hver, þegar í næsta rekka voru hrikalega verðmætir módelkjólar og loðfeldir upp á margar miljónir?“
„Æ, ekki þú líka,“ vældi Jónas. „Magga er búin að skamma mig í hálfan mánuð út af þessu!“


Jónas var í skapi til að fara einn hring í golfi einn daginn og skrapp þess vegna á golfvöllinn í nágrenninu. Það var enginn á vellinum, svo hann ákvað að fara hringinn einn.
Fyrsta teighöggið var öflugt, en beygði af til hægri og kúlan hvarf á milli trjánna sem stóðu við brautina. Jónas íhugaði málið vandlega, en ákvað síðan að taka tveggja högga víti og slá annan bolta.
Annað höggið var beint og gott og boltinn skoppaði niður eftir miðri brautinni. Jónas var ánægður og fór sér hægt með kerruna eftir brautinni og naut góða veðursins og kyrrðarinnar. Hann stoppaði við kúluna sína, valdi kylfu vandlega og var um það bil að fara að slá þegar hann heyrði einhvern hávaða fyrir aftan sig. Jónas sneri sér við og sá hvar formaður golfklúbbsins kom hlaupandi eftir brautinni.
Þegar formaðurinn nálgaðist spurði Jónas „Hvað gengur á gamli minn?“
„Jónas minn,“ sagði formaðurinn, „veistu hvað þú gerðir?“
„Já, ég slæsaði boltann aðeins niður á milli trjánna og ákvað þá að taka annan, en auðvitað með tveggja högga víti.“
„Já, en þú skilur ekki hvað þú gerðir,“ sagði formaðurinn. „Fyrsta kúlan þín fór niður á milli trjánna, skoppaði út á veg og lenti í auganu á ungri stúlku sem var þar á hjólinu sínu. Hún datt af hjólinu í veg fyrir ungan mann á mótorhjóli sem kom á eftir henni. Hann beygði til að aka ekki á hana, en lenti þá út í skurði. Framhjólið hans beyglaðist mikið og hann handleggsbrotnaði. Úr hinni áttinni kom rúta með vestfirskar konur í verslunarferð. Hún endaði á ljósastaur þegar ökumaðurinn reyndi að forðast stúlkuna sem lá í götunni og nokkrar konur fengu minniháttar meiðsl“
„Guð minn almáttugur,“ sagði Jónas. „Hvað á ég að gera – hvað á ég að gera??“
„Ja, ef ég væri í þínum sporum, þá mundi ég færa hægri þumalinn aðeins lengra til vinstri.“



Jónas var að aka um norðurland um daginn þegar lögreglan stoppaði hann.
„Gerir þú þér grein fyrir því að þú varst á alltof miklum hraða?“ spurði lögreglumaðurinn.
„Ja, ég var eiginlega allt of upptekinn við að fylgjast með veginum til að geta horft á hraðamælinn,“ sagði Jónas.
Nú fór pínulítið að fjúka í lögreglumanninn. „Ökuskírteinið!“ sagði hann hrannalega.
„Já, augnablik,“ sagði Jónas og byrjaði að leita. Eftir smá tíma rétti hann lögreglumanninum spjald, sem lögreglumaðurinn skoðaði vandlega.
„Ég bað um ökuskírteinið þitt,“ sagði lögreglumaðurinn. „Þetta er bókasafnsskírteini!“
„Já, ég veit það,“ sagði Jónas. „Ég er að leita! Mér datt bara í hug að þú vildir fá eitthvað til að lesa á meðan.“



Siggi litli kom seint heim úr skólanum einn daginn. Eftir dálitlar yfirheyrslur viðurkenndi hann fyrir móður sinni að ástæðan fyrir því hvað hann var seinn var að hann hefði átt samfarir við kærustuna sína. „Þetta eru mér mikil vonmbrigði,“ sagði Magga. „En, vegna þess að þú játaðir þetta fyrir mér þá máttu fá þér íspinna.“
Daginn eftir kom Siggi litli aftur seint heim og í þetta sinn játaði hann að hafa átt mök við eiginkonu eins nágrannans. „Þú ert þó alla vega heiðarlegur og játar þetta fyrir mér,“ sagði móðir hans og gaf honum annan íspinna.
Þriðja daginn kom hann enn seinna heim og játaði nú fyrir foreldrum sínum að hann hefði sorðið kennslukonuna. Nú lagði Jónas frá sér Moggann og tók fram steikarpönnu. „Þú vogar þér ekki að slá drenginn,“ hrópaði Magga. „Hann hefur jú sagt okkur rétt og skilmerkilega frá þessu öllu!“
„Slá hann?“ sagði Jónas. „Ég ætla að elda handa honum safaríka nautasteik! Hvað heldurðu að hann haldi þetta lengi út á íspinnum?“



Jónas fór á hóruhús og sagði við maddömuna „Ég vil að þú vitir fyrirfram að ég er hræðilegur maður. Skrímsli, alger perri. Mér finnst gaman að berja konur og ég lét meira að segja útbúa sérstaka svipu fyrir mig. Ertu með nokkra stúlku handa mér sem þolir svoleiðis?“
„Auðvitað,“ sagði gleðigjafinn. „Hildigunnur er akkúrat rétta stúlkan fyrir þig. En svona barsmíðar eru dýrar. Þetta kostar þig fimmtíu þúsund kall.“
„Ég á nú ekki margra kosta völ,“ sagði Jónas. „Þetta er eina aðferðin sem dugar eitthvað, svo ég skal borga hvað sem er.“
Jónas fór síðan með Hildigunni upp á herbergi. Hún heimtaði peninginn fyrirfram, svo hann lét hana fá fimmtíu þúsundin. Síðan tók Jónas fram svipuna og byrjaði að berja stúlkuna miskunarlaust með henni.
Eftir nokkra stund stundi stúlkan hátt og sagði „Ég get … ekki meira! Hv-hv-hvenær … ætlarðu að … hætta að … berja mig?“
„Þegar þú … lætur mig fá … fimmtíu-þúsund-kallinn aftur!“



Jónas var farinn að reskjast þegar ungir vinir hans buðu honum í veislu. Þegar líða tók á kvöldið fóru gestirnir að missa ýmsar hömlur og með þeim fóru fötin þeirra og hegðunin varð frjálslegri. Jónasi þótti ráðlegast að hringja í Möggu.
„Veistu hvað, elskan,“ sagði hann í símann, „þessi veisla sem ég er í, ég hélt að þetta yrði bara matur, drykkur og drepleiðinlegar ræður, en nú eru naktar stúlkur farnar að dansa á borðum og allt er að snúast upp í alsherjar kynsvall og orgíu! Hvað á ég að gera, elskan mín?“
„Ef þú heldur að þú getir gert eitthvað,“ sagði Magga, „þá skaltu koma beint heim!“



Flugfreyjan nálgaðist Jónas, sem var búinn að vera kvarta og kveina hástöfum alla ferðina.

„Get ég aðstoðað þig?“ spurði hún.

„Ég þarf sko að kvarta undan þessu flugfélagi,“ sagði Jónas. „Í hvert sinn sem ég flýg með ykkur, þá fæ ég sama sætið, ég get ekki séð myndina sem sýnd er og það eru engar gardínur fyrir glugganum, þannig að mér rennur ekki blundur á brá. Þetta bara gengur ekki svona!“

„Þú ert flugstjórinn, Jónas,“ sagði hún. „Þegiðu bara og lentu vélinni!“



Siggi litli fékk að vita það hjá einum vini sínum í skólanum að allt fullorðið fólk hefði eitthvert stórt og mikið leyndarmál og það væri mjög auðvelt að nota það til að kúga úr því fé bara með því að segja „Ég veit allan sannleikann!“

Siggi litli ákvað að fara heim og prófa þetta. Þegar hann kom heim, þá hitti hann móður sína og sagði við hana „Ég veit allan sannleikann!“ Móðir hans rétti honum tvöþúsundkall og sagði „Ekki segja pabba þínum.“

Siggi var mjög ánægður og gat varla beðið eftir að pabbi hans kæmi heim. Þegar Jónas kom heim, þá dró Siggi litli hann afsíðis og sagði „Ég veit allan sannleikann!“ Jónasi varð hverft við, rétti syni sínum tvo tvöþúsundkalla og sagði „Ekki segja mömmu þinni.“

Nú var Siggi litli svakalega ánægður með sjálfan sig og ákvað að reyna þetta aftur á næsta fullorðna sem hann hitti. Rétt í þann mund kom bréfberinn með nokkra reikninga og Siggi litli sagði við hann „Ég veit allan sannleikann!“

Bréfberinn lét umsvifalaust frá sér töskuna, opnaði faðminn og sagði „Komdu þá og knúsaðu hann pabba þinn!“



Tíminn: 1944.
Staður: Þýskaland nasismans.

Jónas og Guðmundur, háttsettir leyniþjónustu-agentar, eru sendir til Berlínar að myrða Hitler. Undirbúningurinn tekur marga mánuði, þeir setja saman skothelda áætlun, byggða á áreiðanlegum upplýsingum sem þeir hafa fengið um að Hitler fari alltaf á sama barinn á þriðjudögum klukkan 11:30.

Jónas og Guðmundur smygla sér inn í Þýskaland, fara huldu höfði í margar vikur og laumast að lokum til Berlínar. Á þriðjudegi eru þeir staddir við hornið á götunni, beint á móti barnum, tilbúnir að taka á móti og myrða Hitler, hvað sem það kostar.

Klukkan slær 11:30. Enginn Hitler.

Klukkan verður 11:35. Enn sést ekkert til foringjans.

Klukkan 11:45 snýr Jónas sér að Guðmundi og segir „Vá, maður, ég vona að ekkert hafi komið fyrir hann!“



Jónas fer til læknis og segir „Læknir! Læknir! Þú verður að hjálpa mér. Ég get ekki hætt að hafa samfarir!“

„Hversu oft gerir þú það?“ spurði læknirinn.

„Ég hef samfarir við konuna mína tvisvar á dag, læknir, TVISVAR á dag!“ svara Jónas.

„Það er nú ekkert svo svakalegt,“ segir læknirinn.

„Nei, en það er ekki nóg. Tvisvar á dag sænga ég hjá ritaranum mínum, læknir, TVISVAR á dag,“ segir Jónas.

„Það er kannski dálítið mikið,“ segir læknirinn.

„Já, en það er ekki allt. Tvisvar á dag kaupi ég drátt hjá mellu í miðbænum, læknir, TVISVAR á dag!“ segir Jónas.

„Það er svo sannarlega of langt gengið,“ segir læknirinn. „Þú verður að taka á honum stóra þínum, Jónas minn.“

„Ég geri það,“ andvarpar Jónas. „Tvisvar á dag.“



Jónas og fjölskylda voru að borða á fínu veitingahúsi um daginn þegar Siggi litli gerði dálítið heimskulegt: hann gleypti hundraðkall, sem stóð í honum, svo hann var um það bil að kafna. Jónas stóð upp og kallaði hátt „Hjálp! Hjálp! Sonur minn gleypti hundraðkall og er að kafna. Getur einhver hjálpað okkur?“

Maður nokkur við nálægt borð stóð upp og sagðist hafa dálitla reynslu af svona hlutum. Hann gekk til Sigga næstum svipbrigðalaus í framan, tók um kynfæri hans og kreisti. Út skaust hundraðkallinn. Maðurinn sneri aftur að borðinu sínu og settist eins og ekkert hefði í skorist.

„Þakka þér fyrir! Þakka þér fyrir!“ sögðu bæði Jónas og Magga. „Ertu læknir eða sjúkraflutningsmaður, eða eitthvað svoleiðis?“

„Nei,“ sagði maðurinn. „Ég vinn á skattstofunni.“



Jónas bóndi bjó rétt við þjóðveginn. En er tímar liðu, þá jókst umferðin eftir veginum. Að lokum var svo komið að Jónas þurfti að hirða upp hræin af hænum sínum, stundum sex á dag, svo hann hringdi í sýslumanninn og sagði „Þú verður að gera eitthvað í þessu, áður en einhver verri slys hljótast af.“

„Hvað viltu að ég geri?“ spurði sýslumaðurinn.

„Mér er alveg sama, bara eitthvað til að hægja á umferðinni,“ sagði Jónas.

Daginn eftir komu nokkrir menn frá sýsluskrifstofunni og settu upp skilti með áletruninni:

VARÚÐ: SKÓLI

Þrem dögum seinna hringdi Jónas í sýslumann og sagði „Þú verður að gera eitthvað í sambandi við ökuhraðann. Þetta með skólann virðist ekkert virka. Þvert á móti, þá fara þeir bara hraðar ef eitthvað er.“ Aftur komu menn frá sýslumanni og settu nú upp skilti með þessari áletrun:

VARÚÐ: BÖRN AÐ LEIK

Það herti bara enn á umferðinni, svo Jónas hrigdi aftur og aftur, dag eftir dag í þrjár vikur. Að lokum sagði hann „Sko, þessi skilti ykkar virðast ekkert duga. Má ég ekki bara setja upp mitt eigið skilti?“

Sýslumaður sagði honum endilega að setja upp eitthvert skilti, hvað sem er, bara að hann hætti að hringja á hverjum degi. Og það var eins og við manninn mælt, hringingarnar stoppuðu.

Þrem vikum eftir síðustu hringingu frá Jónasi hringdi sýslumaður sjálfur í hann. „Hvernig gengur þetta með ökuhraðann og bílana?“ spurði hann. „Settir þú upp skilti?“

„Já, ég er nú hræddur um það!“ svaraði Jónas. „Það hefur ekki verið keyrt á eina einustu hænu síðan þá. Ég er upptekinn. Ég verð að fara, bless.“ og Jónas lagði á. Nú varð sýslumaður forvitinn. „Ætli sé ekki best að fara og sjá hvurs konar skilti kallinn hefur sett up. Það væri kannski hægt að nota það víðar til að draga úr umferðarhraða.“

Og sýslumaður ók sem leið lá út að bóndabæ Jónasar við þjóðveginn og þar sá hann skilti, heila krossviðarplötu og á hana var málað með stórum, gulum stöfum:

VARÚÐ: NEKTARNÝLENDA.



Tveir rosknir vinir, Jónas og Guðmundur voru að leika golf einn góðan veðurdag, þegar Guðmundur sagðist ætla til Sigurgeirs tannlæknis daginn eftir til að fá nýtt sett af tönnum. Jónas sagðist hafa gert það sama fyrir tveim árum.

„Er það virkilega?“ sagði Guðmundur. „Og gerði hann þetta vel?“

„Ja, ég var hérna á golfvellinum í gær þegar náunginn á brautinni þarna fyrir handan sló feilskot sem sveigði hingað yfir,“ sagði Jónas. „Kúlan hefur líklega verið á svosem eins og fjögurhundruð kílómetra hraða þegar hún lenti á eistunum á mér. Það,“ bætti hann við, „var í fyrsta sinn í tvö ár sem mér var ekki illt í tönnunum.“



Jónas og Magga komu að óskabrunni. Jónas beygði sig yfir hann, óskaði sér og lét smápening detta í miðjan brunninn. Magga ákvað að gera þetta líka, en þegar hún hallaði sér yfir brunninn, þá missti hún fótfestuna og datt ofan í hann. Jónas varð höggdofa, en svo brosti hann og sagði „Andskotinn sjálfur! Þetta virkar!“

Adam og Eva hljóta að hafa átt fullkomnasta hjónaband sögunnar. Hann gat ekki talað um eldamennsku móður sinnar og hún gat ekki talað um alla karlmennina sem hún hefði getað gifst.



Jónas og Guðmundur voru úti á hverfiskránni að drekka, þegar Guðmundur seig allt í einu afturábak af bastólnum og skall í gólfið. Þar lá hann síðan algerlega hreyfingarlaus.

„Það er hægt að segja ýmislegt slæmt um hann Guðmund vin minn,“ sagði Jónas, „en hann veit þó hvenær hann á að hætta.“

Er það ekki furðulegt? Ef maður stendur inni í miðju bókasafni og segir „Aaaaaaaggrgrgrgr“, þá stara allir á mann, en ef maður gerir það í flugvél, þá taka allir undir með manni.



Jónas og Magga eru sofandi þegar allt í einu heyrist bankað á dyrnar hjá þeim.

Jónas veltir sér við, og lítur á klukkuna: hún er hálf fjögur. „Ég ætla sko ekki að fara á fætur á þessum óguðlega tíma,“ hugsaði Jónas og hallar sér aftur. Þá er aftur barið og nú fastar en áður.

„Ætlar þú ekki að fara til dyra?“ spyr Magga.

Svo Jónas drattast framúr og að útidyrunum. Hann opnar og þar stendur maður, greinilega mjög drukkinn.

„Góða kvöldið,“ drafar sá drukkni. „Mætti ég biðja þig um að ýta mér dálítið??“

„Nei, farðu til fjandans. Klukkan er hálf fjögur. Ég var sofandi!“ segir Jónas og skellir hurðinni aftur. Hann fer upp í rúm og segir Möggu hver þetta var. Magga segir „Þetta var nú ekki sérlega kurteislegt af þér. Manstu kvöldið þegar bíllinn okkar bilaði í rigningunni og þú þurftir að banka hjá manninum og fá aðstoð við að koma honum í gang aftur? Hvað heldurðu að hefði gerst ef hann hefði sagt þér að fara til fjandans?“

„En hann er blindfullur,“ mótmælir Jónas.

„Það skiptir ekki máli,“ segir Magga. „Hann þarfnast hjálpar og það væri ómannúðlegt að bjóða honum ekki aðstoð.“ Svo að Jónas neyðist til að klæða sig og fara fram.

Hann opnar dyrnar, en þar sem hann sér ekki manninn, þá kallar hann. „Hey, viltu ennþá láta ýta þér?“

Og hann heyrir rödd sem drafar „Já takk!“

Jónas getur enn ekki komið auga á manninn, svo hann kallar „Nú, hvar ertu þá?“

Og maðurinn svarar „Ég er hérna í rólunni þinni.“



Jónas og Magga voru stödd í lyftu, sem var full af fólki. Jónasi til mikillar ánægju, og konu hans til gremju, þá ýttist hann upp að stór-huggulegri ungri stúlku með bogalínur á stöðum þar sem margar aðrar konur hafa ekki einu sinni staði.

Þegar lyftan kom niður á neðstu hæð, sneri unga stúlkan sér við, gaf Jónasi rokna löðrung og sagði „Þetta ætti að kenna þér að hætt að klípa kvenfólki í lyftu!“ og strunsaði í burtu.

Jónas var ofboðslega undrandi og sár og sagði við Möggu „En ég var ekkert að klípa hana.“

„Nei, ég veit það,“ sagði Magga í huggunartóni. „Það var ég sem gerði það.“



40. vika: 4. október til 10.október 1999


Þegar Jónas tók eftir því einn góðan veðurdag að limurinn á honum var að lengjast og var lengur stinnur, varð hann ánægður, svo ekki sé minnst á Möggu, konuna hans. En eftir nokkrar vikur var limurinn orðinn hátt í fimmtíu sentimetrar. Nú var Jónas orðinn verulega áhyggjufullur, svo að þau Magga fóru að hitta vel metinn þvagfæralækni.

Eftir nákvæma skoðun sagði læknirinn að þetta ástand væri afar sjaldgæfur sjúkdómur, en það væri hægt að bæta hann með skurðaðgerð.

„Og hversu lengi verður Jónas á hækjum?“ spurði Magga áhyggjufull?

„Á hækjum?“ spurði læknirinn hissa.

„Já,“ sagði Magga kuldalega. „Þú ætlar að lengja á honum fæturna, er það ekki?“



39. vika: 27. september til 3.október 1999


Jónas var mikill golfáhugamaður og einn dag var hann búinn snemma í vinnunni og datt í hug að skjótast á golfvöllinn í nágrenninu. Hann var viss, ef hann léki hratt, að hann gæti náð níu holum áður en hann þyrfti að fara heim. Um það bil sem hann ætlaði að slá fyrsta höggið, þá kom gamall maður til hans og spurði hvort hann mætti ekki fara með honum, þar sem hann væri einn. Jónas var ekkert hrifinn af því, var enda viss um að sá gamli myndi tefja sig, en mátti auðvitað ekki neita honum.

Jónasi til nokkurrar furðu, þá var sá gamli bara nokkuð snöggur. Hann sló boltann ekkert sérlega langt, en var sæmilega hittinn og snöggur að ganga.

Að lokum komu þeir á níundu brautina og Jónas átti frekar erfitt skot. Akkúrat á milli boltans og holunnar var hátt grenitré.

Eftir að Jónas hafði skoðað ástandið í nokkrar mínútur, sagði sá gamli, „Þegar ég var á þínum aldrei, þá hefði ég bara skotið boltanum yfir tréð.“

Jónas stóðst ekki slíka áskorun og skaut beit upp fyrir framan tréð. Boltinn fór, auðvitað beint í toppinn á því og kastaðist til baka og lenti um 50 sentimetra frá þeim stað sem hann hafði legið á áður.

Sá gamli sagði þá hæglátlega „En auðvitað, þegar ég var á þínum aldri, þá var þetta tré ekki nema tæpur metri á hæð.“



38. vika: 20. september til 26. september 1999


Séra Guðmundur og Séra Jónas dóu og fóru til himna. Lykla Pétur tók á móti þeim við Gullna hliðið og sagði. „Það væri sönn ánægja að hleypa ykkur piltum inn, en vandinn er sá að tölvukerfið er í lamasessi núna og þið verðið að vera viku í viðbót á Jörðinni. Gallinn er bara sá að þið getið ekki verið prestar. Hvað mynduð þið vilja vera?“

Séra Guðmundur var ekki lengi að ákveða sig. „Mig hefur alltaf langað til að vera örn sem hnitar tígurlega hringi yfir Vestfjörðum.“

„Ekkert mál,“ sagði Pétur og Séra Guðmundur flaug í burtu.

Séra Jónas var lengi að hugsa sig um, en sagði svo „Verður þessi vika tekin með á hæsta degi, Pétur minn?“

„Nei, ég sagði þér að tölvan er biluð og það er engin leið að fylgjast með neinu alla vikuna.“

„Fyrst að svo er,“ sagði Séra Jónas, „þá hefur mig alltaf langað til að vera virkilega harður nagli, ha, skilurðu?“

„Málinu reddað!“ sagði Pétur og Séra Jónas hvarf.

Vikan leið, tölvukerfið komst í samt lag og Drottinn allsherjar kallaði Lykla Pétur á sinn fund og spurði hann „Verður nokkuð vesen að finna prestana tvo aftur?“

„Það er ekkert mál með Séra Guðmund,“ sagði Pétur. „Hann er núna þessa stundina að snudda í æðarvarpinu hans Jóns á Miðhúsum, en Séra Jónas gæti verið erfiðari.“

„Af hverju?“ spurði Drottinn.

„Hann er á snjódekki einhvers staðar á Norðurlandi.“



37. vika: 13. september til 19. september 1999


Jónas fór að hitta lækni sinn þegar hann varð sextugur. Læknirinn sagði við hann „Þú er í frábæru formi. Það er ekkert að þér. Þú gætir vafalaust lifað að eilífu. Þú ert með líkamsþrek 35 ára gamals manns. Heyrðu annars, hvað var faðir þinn gamall þegar hann dó?“

Jónas svaraði „Sagði ég að hann væri dáinn?“

Læknirinn varð hissa og spurði „Hvað er hann gamall og er hann ennþá við góða heilsu?“

Jónas sagði „Ja, hann er 82 ára gamall, fer í sund á hverjum degi og á skíði í hverri viku á veturna.“

Læknirinn gat varla trúað þessu. „Hvað var afi þinn gamall þegar hann dó?“

Jónas varð snúðugur og svaraði „Sagði ég að hann væri dáinn?“

Nú varð læknirinn alveg forviða. „Ætlar þú að segja mér að þú sért 60 ára og eigir bæði föður og afa á lífi? Er afi þinn við góða heilsu?“

Jónas sagði „Hann fer í sund einu sinni í viku og á skíði einu sinni í mánuði á hverjum vetri. Og ekki bara það, „sagði Jónas, „afi minn er 106 ára gamall og hann ætlar að fara að gifta sig eina ferðina enn í næstu viku.“

Læknirinn hváði: Hvers vegna í ósköpunum langar afa þinn að fara að gifta sig, orðinn 106 ára gamall?“

Jónas horfði á lækninn. „Sagði ég að hann langaði til þess?“
Dabbi…