Sagan um manninn sem elskaði bakaðar baunir
Það var eitt sinn maður sem að elskaði bakar baunir. Hann hugsaði ekki um annað en bakaðar baunir. Hann fékk sér bakaðar baunir hvenær sem hann gat. Eini gallinn við það var að hann fretaði svo ógurlega af bökuðum baunum. Kona hans hvatti hann þá til að fara í bakaðra bauna bindindi. Þá gekk allt vel. Einn daginn var hann á leið heim úr vinnunni. Þá allt í einu bilaði bíllinn. Hann komst ekkert aftur í gang svo að maðurinn neyðist þá til að labba heim. Það var svona um það bil hálfs tíma gangur og mjög heitt í veðri. Hann er búinn að labba í korter þegar hann kemur að skyndibitastað sem að vill svo til að selur bakaðar baunir. Hann ákvað bara að slá til og fá sér einn skammt. Áður en hann veit af er hann búinn með þrjá skammta. Hann gengur síðan af stað. Innan skamms eru farin að heyrast alveg meiriháttar búkhljóð úr afturendanum. Þegar það komu einhverjir stórir og fólk í kring heyrði það leit hann ásakandi á einhvern einn standandi nálægt. Hann prumpaðist alla leiðina heim. Þegar hann kom var konan hans að tala í símann. Hún batt fyrir augun hans með klút og leiddi hann fram í borðstofu og sagðist hafa óvæntan glaðning handa honum. Hún sagði honum að setjast niður við borðið og bíða þangað til að hún væri búin að tala í símann. Hann beið sallarólegur og neyddist til að hleypa nokkrum nautsterkum vindfákum undan sér. Hann lyfti rasskinnunum og lét allt vaða. Það bæði drundi í borðstofunni og dreifði banvænum fnyki sem hefði getað stútað gíraffa. Hann hló pínkulítið, frekar lágt, og tók viskustykki og fór að lofta þessu eiturgasi. Hann var naumlega búinn að sleppa viskustykkinu þegar að konan hans gekk inn í stofuna án þess að hafa nokkra vitund um hvað eiginmaður hennar hafði aðhafst á þessum tíu mínútum sem að hún hafði verið í símanum. Hún nálgaðist hann og tók af honum klútinn og þar sátu við borðið allir gestirnir í óvæntu afmælisveislunni hans.