Jói og vinir hans fóru að spila golf einn laugardaginn. Þegar þeir eru að byrja kemur einn maður að þeim og spyr hvort að hann megi ekki taka hring með þeim.

Þeir samþykkja það með glöðu geði. Þegar liðið er á leikinn spyrja þeir manninn við hvað hann vinni:

“Ég er leigumorðingi,” svarar maðurinn.

Þeir fara að skellihlægja.

“Nei, í alvörunni, ég er meira að segja með riffilinn í golfpokanum,” segir hann og sýnir þeim leyniskytturiffilinn sinn, með svaka kíkir og öllum græjum.

Jói spyr hvort hann megi kíkja. “Ekkert mál,” svarar leigumorðinginn.

“Þetta er rosa kíkir,” segir Jói, “ég sé alla leið heim til mín… bíddu við… ég sé konuna mína… hún er allsber… og þarna er nágranni minn… allsber líka.”

Jói verður alveg brjálaður og spyr hvað hann taki fyrir að drepa þau.

“Það er 100 þúsund kall fyrir hvert skot,” segir leigumorðinginn.


“100 þúsund kall,” segir Jói, “ekki málið. Ég vil tvö skot. Ég vil að þú skjótir konuna mína beint í munninn, hún er alltaf tuðandi í mér. Svo vil ég að þú skjótir nágranna minn beint í tittlinginn fyrir að vera að ríða konunni minni.”

Leigumorðinginn samþykkir og byrjar að miða. Eftir um það bil fimm mínútur er leigumorðinginn ennþá að miða og Jói er orðinn óþolinmóður: “Eftir hverju ertu að bíða?”

“Slakaðu á… ég er um það bil að fara að spara þér 100 þúsund kall !!”