Hér eru tveir ágætir flugbrandarar:
Farþegar í flugvél nokkurri voru að bíða eftir að vélin færi af stað þegar tveir menn, í flugstjórabúningum og með sólgleraugu, koma gangandi eftir gangi vélarinnar. Annar þeirra með blindrastaf og hinn með blindrahund.
Vandræðalegur hræðsluhlátur kviðast um vélina þegar mennirnir fara inn í flugstjórnarklefann og loka á eftir sér. Síðan fara vélarnar í gang og flugvélin byrjar að gera sig klára fyrir flugtak.
Farþegararnir eru farinr að skima í kringum sig og bíða eftir að einhver komi og segi að þetta sé bara grín, þegar vélin gefur í og fer hraðar og hraðar en virðist ekkert vera á leiðinni í loftið. Þegar farþegarnir átta sig á því að þau stefna beint í stöðuvatn við enda brautarinnar í stað þess að taka á loft byrjar allir að örskra í hræðslukasti, en eimmit þá tekur vélin sig mjúklega á loft eins og ekkert sé.
Inn í flugstjórnarklefanum segir aðstoðarflugmaðurinn við aðal flugmanninn: “Veistu Binni! Ein góðan veðurdag eiga þau eftir að öskra of seint… og við deyjum öll!”
Flugvél var nýkomin í loftið frá keflavík og flugstjórinn var að ávarpa farþegana: “Góðir farþegar, velkomin í flug númer CC888 til Alicante. Þetta er flugstjórinn sem talar. Nú, flugskilyrði eru góð. Við fáum meðvind og komum til með að fljúga í 33.000 feta hæð og… AAAAAARRGG, GUÐ MINN GÓÐUR, HVAÐA…”
Löng þögn…
Síðan kemur flugstjórinn aftur í kallkerfið: “Góðir farþegar. Þetta er flugstjórinn sem talar. Mér þykir leitt ef ég hef hrætt ykkur áðan, en aðstoðarflugstjórinn missti kaffibolla sinn yfir mig. Þið ættuð bara að sjá framaná buxurnar mínar…”
“Það er ekkert,” kallar einn farþeginn, “hann ætti að sjá aftan á mínar!”
Vona að ykkur hafi fundist þeir góðir
Bjorkbaun