Af læknum og hjúkrunarfólki.
Maður nokkur, alblóðugur í framan, staulaðist eitt sinn inn á Læknavaktina í Reykjavík. Hjúkrunarkonan í móttökunni kallaði strax á lækni, en spurði mannin síðan að nafni.
“Sveinn Jónson heiti ég,”svaraði maðurinn sársaukafullum rómi.
“Eru þér kvæntur?”spurði hjúkrunarkonan.
“Já” umlaði manngreyið,“ en í þetta skiptið var það vörubíll sem keyrði á mig.”
Læknirinn:”Það er ekkert alvarlegt að yður, frú Þórhildur, þér þarfnist bara góðrar hvíldar.”
Þórhildur: “En vilji þér ekki aðeins líta á tunguna í mér?”
Læknirinn: “Nei, nei, það er algjör óþarfi. Hún þarfnast eflaust góðrar hvíldar líka.”
“Því miður get ég ekki stuðist við röntgenmyndirnar af kjálkanum á yður, frú,” sagði læknirinn.
“Hvernig stendur á því?” spurði frúin.
“Þær voru allar hreyfðar.”
“Reykið þér?” spurði læknirinn.
“Nei, aldeilis ekki,” svaraði sjúklingurinn.
“Árans vandræði,” sagði læknirinn. “Þér hefðuð nefnilega haft svo fjári gott af því að hætta að reykja.”
Læknirinn: Hvar finnið þér til?
Sjúklingurinn: Hér og þar.
Læknirinn: Svimar yður?
Sjúklingurinn: Við og við.
Læknirinn: Er yður óglatt?
Sjúklingurinn: Stundum og stundum ekki. Er þetta annars eitthvað alvarlegt sem gengur að mér?
Læknirinn: Já og nei.
“Læknir, ég er hingað kominn út af meðalinu sem þér létuð mig fá um daginn. Þessu sem átti að stæla mig og styrkja.”
“Og hvað með það?”
“Jú, sjáið þér til. Ég næ bara alls ekki lokinu af meðalaglasinu.”
“Ég verð því miður að skipta um heila í yður,” sagði læknirinn við sjúklinginn.
“Það er agalegt að heyra,” stundi sjúklingurinn. Heila úr hverjum fæ ég í staðinn?”
“Ja, þér getið valið um heila úr þremur mönnum,” sagði læknirinn. “Einn helinn er úr kennara og kostar kr. 3.000.-,annar er ú bankastjóra og kostar kr. 5.000.-, en sá þriðji er úr stjórnmálamanni og kostar kr. 50.000.-“
“Afhverju er heilinn úr stjórnmálamanninum svona miklu dýrari en hinir?” spurði sjúklingurinn.
“Hann er svo til alveg ónotaður,” svaraði læknirinn þá að bragði.
“Þér verðið að hætta að drekka brennivín og það á stundinni,” sagði læknirinn við Sigga sífulla. “það er orðið alltof lítið blóð í áfenginu.”
Móðirin:”Læknir! Þér verðið að hjápa mér. Sonur minn gleypti bissu kúlu.”
Læknirinn:”Ekki miða barninu svona á mig!”
“Vitið þér það, Indriði minn, að djúpur andardráttur drepur sýklana,” sagði læknirinn hughreystandi.
“Er það svo?! Andvarpaði Indriði. “En hvernig fáum við sýklana til að anda nógu djúpt?”
Jóhann: Á ég stutt ertir, læknir?
Læknirinn: Ég vil nú kannski ekki segja það, en þú ættir að minnsta kosti ekki að byrja á neinni framhaldssögu.
Magnús varð fyrir því óhappi að hásin slitnaði þegar hann var á skíðum og fór hann því rakleiðis á slysavarðstofuna. Uppskurður var gerður á fæti hans og tókst hann það vel, að fljótlega var hægt að útskrifa Magnús af spítalanum. Hálfum mánuði eftir útskriftina kom Magnús að máli við lækninn, sem gert hafði að meiðslum hans og spurði, hvernig henn hefði bætt slitnu sinina.
“Ég notaði nú sin úr hundi til þess,” svaraði læknirinn. “Nú, jæja,” glumdi úr Magnúsi. “Þá get ég betur skilið af hverju fóturinn kippist alltaf til um leið og ég geng framhjá ljósastaur.”
“Kæri læknir, ég veit bara alls ekki hvað ég á að gera. Þér eruð þriðji læknirinn sem ég leita til út af þessu vandamáli mínu.”
“Nú einmitt það. Hvað gengur að yður?”
“Þeir segja að ég sé of feitur.”
“Og hvað hafa hinir læknarnir ráðlagt yður að gera?”
“Sá fyrsti ráðlagð mér að hlaupa heilmikið á hverjum degi, en hinn sagði mér að fara undir eins á heilsuhælið í Hveragerði. Hvað ráðleggur þú mér?”
“Að hlaupa til Hveragerðis.”
“Læknir, þér verðið að hjálpa konunni minni. Hún er haldin algjörri stelsýki.”
“Hefur hún tekið eitthvað fram að þessu?”
“Hefur hún tekið..? Þér ættuð bara að sjá íbuðina okkar. Hún er full af alls kyns drasli.”
“Ég átti nú við meðöl.”
“Læknir! Maðurinn minn vill endilega vera viðstaddur fæðinguna. Hvað finnst þér um það?”
“Mér finnst það bara alveg sjálfsagt .”
“Já, en honum og barnsföurnum kemur svo hrikalega illa saman.”
Læknirinn: Fenguð þér yður glas af appelsínusafa eftir baðið í gær eins og ég sagði yður að gera?
Sjúklingurinn: Nei, læknir. Eftir að ég var búinn með baðið hefði ég ekki nokkra list á appelsínusafa.
“Ég get nú ekki skilið hvers vegna þér eruð svona leiðir yfir því að þurfa alltaf að pissa klukkan sjö á hverjum morgni,” sagði læknirinn. “Það myndu eflaust margir öfunda yður af þeirri reglusemi.”
“Það getur vel verið,” svaraði maðurinn, “en vandamálið er að ég vakna bara aldrei fyrr en klukkan átta.”
Hjá augnlækninum:
“Þér hafið greinilega þörf fyrir gleraugu, herra minn,” sagði augnlæknirinn.
“Af hverju segið þér það?” spurði maðurinn.
“Nú, þér komuð innum gluggan.”
Augnlæknir nokkur átti afmæli og var heilmikil veisla haldin honum til heiðurs. Á veisluborðinu var meðal annars hægt að fina glæsilega sreytta tertu, með marsipanauga á, svona til að minna nú lítillega á starf afmælisbarnsins. En þegar augnlæknirinn sá tertuna setti að honum mikinn hlátur. “Af hverju hlærðu svona óstjórnlega að tertunni?”
“Æ,”stundi augnlæknirinn. “Kunningi minn, sem er kvensjúkdómalæknir, á nefninlega stórafmæli á næstu viku og hvaða skreitingu skyldi hann nú fá á sína tertu?”
Læknirinn horfði alvarlegur á konuna og sagði:
“Þér verði aðb+ua mann yðar undir það versta, frú mín góð.”
“Megum við þá ekki..?”
“Jú, jú,” greip læknirinn fram í, “en hann má alls ekki drekka bjór framar.”
Læknirinn: “Hvernig líður manninum þarna í innsta rúminu?”
Hjúkrunarkonan: “Hann segist vera orðinn alveg heilbrigður og heimtar að fara heim til konunnar sinnar.”
Læknirinn: “Hann er þá enn með óráði, blessaður.”
“Eru þér nú alveg vissar um að þér viljið að ég framkvæmi á yður ófrjósemis aðgerð, kona góð?” spurði læknirinn.
“Já,” sagði kona. “Fyrst ræddi ég um það við manninn minn , en síðan áhváðum við að láta börnin ráða. Þau samþykktu það með 11 athvæðum gegn 6.”
Maður nokkur með háan hatt á höfðinu gekk inná læknastofuna. Þegar hann tók ofan mátti sjá rósarrunna sem óx upp úr höfðinu á honum.
“Þér sjáið vandræði mín,” sagði hann við lækninn.
“Já vissulega, en verið ekki áhyggjufullir,” svaraði læknirinn. “Ég skal losa yður við rósarrunnan.”
“Þér vogið yður það ekki,” hrópaði maðurinn þá. “Þér látið rósarrunnan minn í friði!”
“Verið róleigir,” sagði læknirinn. “Ef það er ekki vegna rósarrunnans sem þér eruð komnir hingað, hvað amar þá að yður?”
“Þér kallið yður lækni,” æpti maðurinn, “og sjáið ekki einu sinni að ég er alþakinn blaðlús!”
Læknirinn: Jæja, Lási minn, þú hóstar nú miklu léttar í dag.
Lási: Þó það nú væri. Ég er búinn að æfa mig í alla nótt.
Hjá tannlækninum:
“Því miður,” sagði tannlæknirinn, “tennurnar í þér eru svo skemmdar að ég verð að draga þér allar úr.”
“En get ég ekki fengið að halda að minnsta kosti einni?” spurði mannræfillinn.
“Einni. Til hvers?”
“Annars verð ég svo hræðilegur þegar ég brosi.”
Tannlæknirinn: Mikið svakalega er þetta djúp hola-djúp hola-djúp hola.
Sá í stólnum: Það er nú óþarfi að endurtaka það svona oft.
Tannlæknirinn: Ég endur tók það ekki. Þetta var bergmál.
Sjúklingurinn: Haldið þér að ég verði fær um að spila á fiðlu eftir uppskurðinn, læknir?
Læknirinn: Alveg ábyggilega. Sá sem ég skar upp í gær er þegar farinn að leika á hörpu.
Læknirinn: Því miður frú, þá eiga læknavísindin eingin sérstök lyf við kvefi. Ég sting því upp á því að þér farið heim, opnið gluggannog standið nakinn við hann í tvo klukkutíma eða svo.
Frúin: Batnar mér þá fjandans kvefið?
Læknirinn: Nei, en þá færðu lungnabólgu og þann sjúkdóm kunnum við heldur betur að lækna.
Jæja þá er þetta búið.
Og já þið sem ætlið að segja að eitthvað af þessu sé ömurleigir brandara eða einhver komið áður þá haldið því bara fyrir ykkur takk því það nennir einginn að lesa eitthvað eftir ykkur. Ok thanks fyrir það=O)
Kv.hrisla
…