Einu sinni var kona sem átti páfagauk. Hún var að búa til bollur fyrir veislu sem hún ætlaði að halda eftir 4 klukkutíma en þegar hún var eiginlega búin með deigið skeit páfagaukurinn í deigið. Hún skammaði hann fyrst en svo bjó hún til annað. Síðan eftir 4 mín. skeit hann aftur í deigið. Hún skammaði hann mjög mikið og sagði: ef þú skítur næst í deigið raka ég af þér fjaðrirnar! Hann hlustaði ekki á hana. Síðan þegar hún var hálfnuð skeit hann aftur í deigið og hún rakaði af honum fjaðrirnar. Svo þegar veislan byrjaði kom sköllóttur maður að skoða páfagaukinn og þá sagði páfagaukurinn: skeist þú líka í deigið?
______________________________________________ _______________________
Hafnfirðingurinn við Reykvíkinginn: -Veistu hvað hefur fjóra fætur, rófu og segir voff?
-Hundur!
-Ohh! þú hefur heyrt hann áður!
________________________________________________ ________________________
-Kötturinn minn kann að reikna. Ég spurði hann hvað 2-2 væru og hann sagði ekki neitt.
_______________________________________________ _________________________
Í fangelsinu spurði einn fanginn fangavörðinn: -Hvers vegna eru rimla fyrir gluggunum?
-Það er af öryggisástæðum.
-Ha? Hver væri svo vitlaus að brjótast hingað inn?!
________________________________________________ ________________________
Sigga gamla er svo gömul að þegar ég reyni að kveikja á kertunum á afmælistertunni hennar er sá fyrsta löngu brunnið niður!
_______________________________________________ _________________________-
Bóndi við annan bónda:
- Hversu margar kindur áttu?
- Ég veit það ekki. Í hvert sinn sem ég reyni að telja þær sofna ég!
__________________________________________________ ____________________________
2 konur að spjalla:
- Veistu hvað gerðist í gærkvöldi? Ræningjar hentu múrsteini í gluggann hjá gullsmiðinum og létu greipar sópa.
- Er það? Og komust þeir undan með ránsfenginn?
- Nei. Þetta voru skotar og þeir náðust þegar þeir komu aftur að sækja múrsteininn.
_________________________________________ ____________________________________
Froskurinn kallaði til prinsessunnar: Kysstu mig! Kysstu mig! Ég er fagur prins í álögum sem að nornin göldrótta lagði á mig! Ef þú kyssir mig þá breytist ég aftur í fagran prins!
Prinsessan kyssti froskinn en ekkert gerðist.
- Fyrsti apríl! Kallaði froskurinn og hoppaði burt.
________________________________________________ ________________________________
- Hefurðu heyrt um lögguna sem var svo léleg að hún gat ekki einu sinni rakið slóð í snjó eftir flóðhest með blóðnasir?
___________________________________________ _____________________________________
2 strákar að kynnast.
- Hvað heitir þú?
- Ég heiti Sigurður án a.
- En það er ekkert a í Sigurður.
- Það var það sem ég sagði!
_______________________________________________ _________________________________
Spákonu var boðið í matarboð á laugardegi.
- því miður kemst ég ekki. Ég mun lenda í bílslysi á föstudaginn.
_________________________________________ ______________________________________
- Þjónn! Ég ætla að panta tvöfaldan skammt af spagettíi.
- Með ánægju frú.
- Nei með kjötsósu takk.
________________________________________________ ___________________________
Hvað er það sem að ég á og þú notar eins og þér sýnist?
Svar: nafnið mitt.
________________________________________________ _____________________________
Næstum allt verður veikara með aldrinum, en eitt verður þó sterkara eftir því sem það verður eldra. Hvað er það?
Svar: Ostur.
_______________________________________________ _____________________________
Tveir draugar giftu sig. Níu mánuðum seinna fæddi konudraugurinn 3 vasaklúta.
___________________________________________ ____________________________________
Einar: Það er góð lykt af þér. Varstu að kaupa þér nýjan rakspíra?
Palli: Nei, ég fór í hreina sokka.
_______________________________________________ _________________________________
Kennarinn var að útskýra fyrir bekknum að sum börn fæddust fyrir tímann.
Pétur rétti upp hönd og sagði: Ég var aldeilis heppinn því ég fæddist einmitt á afmælisdaginn minn!
________________________________________________ _______________________________
Kennarinn spurði krakkana hvort eitthvert þeirra gæti lært málfræðiorð heima. Siggi rétti upp höndina og sagði að hann gæti það. Siggi hljóp heim af spenningi. Hann spurði pabba sinn en hann sagði: Þegiðu strákur. Sérðu ekki að ég er að lesa blaðið? Siggi hljóp til mömmu sinnar en hún sagði: Ekki núna. Kannski seinna. Siggi hljóp þá til stóra bróður síns en hann sagði: Það er drullude í dyrunum! Siggi hljóp þá inn í herbergi litlusystur sinnar. Þar var hún að hoppa í rúminu sínu í nýjum náttfötum en hún sagði bara: SÚPERMAN!
Siggi kom svo skólann daginn eftir. Hann rétti upp höndina og kennarinn spurði hvaða málfræðiorð hann hafði lært. Þá sagði Siggi: Þegiðu strákur. Sérðu ekki að ég er að lesa blaðið? Kennarinn horfði stórum augum á Sigga og sagði: Á ég að senda þig til skólastjórans? Siggi svaraði þá: Ekki núna. Kannski seinna. Kennarinn reif í Sigga og kom honum upp til skólastjórans. Skólastjórinn opnaði dyrnar en þá kallaði Siggi: Það er drullude í dyrunum! Hvað þykjustu nú eiginlega vera? Spurði skólastjórinn. Siggi stóð upp og öskraði: SÚPERMAN!
____________________________________________ ______________________________________
Einu sinni var maður sem var með 50 cm langt typpi. Honum fannst það mjög slæmt og vildi fá minna, svo hann labbaði lengst inn í skóg að finna gamla norn sem átti að geta minnkað á honum typpið. Þegar hann fann nornina og bar undir hana erindið sagðist nornin ekkert geta gert en hann skildi labba lengra inn í skóginn, þar ætti hann að finna frosk. Ef hann bæði hann að giftast sér og froskurinn neitaði myndi typpið á honum minnka um 10 cm. Þetta leist manninum vel á og lagði af stað að finna froskinn. Að lokum fann hann froskinn og spurði hann hvort hann vildi giftast sér. Froskurinn neitaði og jafn skjótt hurfu 10 cm af typpinu á honum. Þetta líkaði manninum og ákvað að reyna aftur. Hann spurði froskinn hvort hann vildi giftast sér og aftur neitaði froskurinn, og aftur hurfu 10 cm af typpinu á honum. “Þetta er nú aldeilis flott” hugsaði maðurinn, “30 cm, það væri frábært að vera með 20cm langt”. Svo hann fór og spurði froskinn í þriðja sinn. Þá öskraði froskurinn "HVAÐ Á ÉG AÐ SEGJA ÞAÐ OFT?!? NEI NEI NEI!!!!!!
____________________________________________ _______________________________________
Hvað sagði ljóskan þegar hún sá seríós hringina? Nei sko! Kleinuhringjafræ!
____________________________________ ________________________________________________
Brúnk an, rauðkan og ljóskan voru að ræna úr gróðurhúsi. Þær sáu að eigandi hússins var að koma svo að hver og ein stökk inn í ruslapoka. Bóndinn kom raulandi inn en sá að þrír pokar hreyfðust. Hann potaði í einn sem var poki rauðkunnar. Þá heyrði hann :Voff, voff.
Þá gekk hann til pokans sem brúnkan var í. Hann potaði í hann og þá heyrði hann bara :mjá, mjá.
Þá gekk hann að poka ljóskunnar og potaði í hann. Þá heyrði hann :kartöflur, kartöflu