°Fangavörðurinn: Ef þú hættir ekki þessum kveinum þá getur þú bara haft þig í burtu!


°Lækinirinn: Fórstu eftir fyrirmælum mínum við notkun lyfsins?
Sjúklingurinn: Nei því miður, hann fauk útum herbergis gluggann“
Læknirinn: Gastu ekki hlaupið á eftir honum?
Sjúklingurinn: Nei, ég bý á tólftu hæð í blokk!


°Palli: Pabbi!Ég vill giftast ömmu.
Pabbinn: Nei Palli min, þú setur ekki gifst mömmu minni!
Palli: Af hverju ekki? Þú ert giftur mömmu minni!


°Pabbinn: Hvað ætlar þú að gera við þessa mýflugu Palli minn?
Palli: Ég ætla með hana til mömmu. Í gær sagðir þú að hún gerði alltaf úlfalda úr mýflugu!


°Kennarinn: Palli hvað gerðist árið 1483
Palli: Marteinn Lúther fæddist.
Kennarinn: En hvað gerðist árið 1487?
Palli: Lúther varð 4 ára.


°Síminn hringdi hjá Magnúsi kjötkaupsmanns.
-Góðan dag, var sagt, hafið þér hrosshöfuð? Magnús játti því.
-Hefuru grísatær? -Já.
-Hefuru froskalappir og lambahrygg? -Já.
-GUÐ, ÞÚ HLÝTUR AÐ LÍTA HRÆÐILEGA ÚT!


°Heyrt í eðimörkinni: Hann vill fá sandkassa!


°Kennarinn: Skrifið hvaða dýrum konum líkar við.
Svona leit ritgerð Palla út: Þær vilja hafa Jagúar í bílskúrnum, mink í klæðaskápnum, bjarndýr á stofugólfinu og asna til að borga reikningana.


°Palli: Má ég fá frí, hún amma er dáin?
Kennarinn Nú, þú baðst um frí í síðustu viku sagðir þá að amma þín væri dáin.
Palli: Já, og hún er það ennþá!


°Þrír menn voru að rífast um hver ætti feitustu konuna. Einn sagði:
Konan mín er svo feit að ég verð að sofa í stofunni. Annar sagði:
Ég á svo feita konu að þegar hún loksins kemst inn í bílinn þá er búið að loka þar sem við ætluðum að fara. Þriðji: Það er nú ekkert,
konan mín er svo feit að þegar ég fer með fötin hennar í hreinsun þá segir fólkið að það taki ekki við sirkustjöldum!


°Sjúklingurinn: Læknir, ég hef svo miklar áhyggjur af því að enginn vill tala við mig.
Læknirinn: NÆSTI.


°Kennarinn: Palli getur þú sagt mér eitthvað um Dauðahafið?
Palli: Ég vissi ekki einu sinni að það væri eitthvað að því!


°Stúdentinn: Ég veit ekki hvort ég ætti að vera eyrnalæknir eða tannlæknir.
Faðirinn: Vertu tannlæknir, fólk hefur nú 24-32 tennur en bara tvö eyru!


°Hann: Ég fékk allt í einu hugmynd en hún hvarf strax aftur.
Hún: Já hún var vafalaust einmana!


°Kennarinn (reiður): Palli spýttu strax því sem þú hefur í munninum í ruslafötuna.
Palli: Því miður kennari ég get það ekki, þetta er nefnilega tannkýli.


°Frúin: Ert þú ekki einn af betlurunum sem ég gaf buffið í síðustu viku?
Betlarinn: Jú frú, sá eini sem er enn á lífi.

TÍU MÍN . SEINNA


Frúin: Ert þú ekki sami betlarinn sem kom hérna fyrir tíu mínútum?
Betlarinn: Jú, þú sagðist ætla að gefa mér mat þegar ég kæmi næst!


°Svenni. Hvað kom fyrir bílinn hann Ella?
Tumi: Honum varð eitthvað illa við ljósastaur.


°Hvor er sælli, sá sem á 7 börn eða 7 milljónir?
Svar: Sá sem á 7 börn, því að hinn vill alltaf fá meira, en faðirinn er kominn með nóg!



°Tveir gyðingar, Davíð og Símon, voru á leið úr sýnagógunni og rifust ákaft.
Davíð segir við Símon: Þú segir að svart sé ekki litur, ég segi að það sé litur. Þetta þras þýðir ekkert, við verðum að fá rabbínann til að skera úr um þetta, segir Símon Þeir kalla á rabbínann og segja honum frá rifrildinu.
Við skulum athuga hvað bókin helga segir um þetta, segir rabbíninn og vill fara varlega í að kveða upp dóm. Nær í bókina helgu og blaðar í henni um stund og segir svo: Jú, jú, bókin helga segir að svart sé litur. Þá lá það fyrir og ekki hægt að draga í efa það sem bókin helga sagði.
Skömmu síðar blossar aftur upp háaðarifrildi milli gyðinganna tveggja og Davíð segir við Símon: Þú segir að hvítt sé ekki litur, ég segi að það sé litur. Við verðum að fá botn í þetta og þeir eru sammála um að kalla aftur á rabbínann. Um hvað eruð þið nú að rífast? spyr rabbíninn. Ég segi að hvítt sé litur en
hann ekki, svarar Davíð. Við skulum sjá hvað bókin helga segir um þetta, svarar rabbíninn á ný. Jú, jú, það er ekki um að villast, bókin helga segir að hvítt sé litur.Þarna sérðu, segir Davíð við Símon, ”þú hefðir átt að trúa mér“ - ”þetta var litasjónvarp sem ég seldi þér"!


KV, svartipetu