Fyrsta árs nemi við Eagle Rock Junior High vann fyrstu verðlaun í Greater IdahoFalls raunvísindakeppninni þann 26. apríl. Verkefnið kallaði hann “How Gullible Are We?” Niðurstöður hans sýna það ótvírætt.
Hann reyndi að sýna fram á hversu við einblínum á viðvaranir þeirra sem stunda léleg vísindi og dreifa hræðslu og áróðri á öllu okkar umhverfi. Í verkefninu bað hann fólk að skrifa undir að það yrði hætt að nota eða það yrði hert eftirlit með efninu “dihydrogen monoxide”.
Og af góðum og gildum ástæðum, þar sem það:
1. getur valdið svita og uppköstum.
2. það er aðaluppistaðan í súru regni.
3. það er mjög eldfimt í gasástandi.
4. innöndun getur valdið dauða.
5. Það veldur landeiðingu.
6. Það dregur úr hemlunargetu bifreiða.
7. Það hefur fundist í illkynja ækslum hjá krabbameinssjúklingum.
Hann spurði 50 manns hvort þeir styddu bann á þessu efni. 43 sögðu já, 6 voru óákveðnir og aðeins einn vissi að þetta efni var vatn