Dag einn fór maður nokkur út í garðinn sinn og sá að það var górilla uppi
í einu af trjánum hans. Hann stökk strax inn aftur og hringdi í
dýragarðinn. Dýragarðsmenn lofuðu að senda strax górillusérfræðing á
staðinn.
Stuttu seinna kom maður á staðinn á gömlum pallbíl. Hann kom út með stórt
prik, handjárn og haglabyssu. Á eftir honum kom mjög illilegur hundur.
“Hvað á þetta nú að þýða?” spurði húseigandinn.
“Ert þú ekki sá sem er með górillu uppi í tré?” var svarið.
“Jú, en til hvers er allt þetta dót?”
“Sko… Ég klifra upp í tréð með þetta prik. Ég pota því í apann þangað
til hann dettur niður úr trénu. Þegar hann gerir það stekkur hundurinn til
og bítur hann í eistun. Þegar apinn krossleggur handleggina til að verja
sig, þá setur þú handjárninn á hann og þar með höfum við náð í górillu.”
“Allt í lagi, en til hvers er haglabyssan?”
“Já, sko… hún er til staðar ef ég dett úr trénu fyrst. SKJÓTTU ÞÁ
HELVÍTIS HUNDINN ! !”
Jónas og Guðmundur voru úti að höggva eldivið og Guðmundur hjó af sér annan handlegginn.
Jónas vafði handlegginn í plastpoka og fór með hann og Guðmund til næsta skurðlæknis. Skurðlæknirinn sagði „Þetta er þinn happadagur! Ég er sérfræðingur í að græða limi á aftur. Komdu aftur eftir fjóra klukkutíma.“
Jónas kom aftur eftir fjóra tíma til að ná í vin sinn, en þá sagði skurðlæknirinn „Þetta tók styttri tíma en ég bjóst við. Guðmundur er núna niðri á hverfiskránni að fá sér sopa.“ Jónas fór á krána og þar var Guðmundur að súpa öl og kasta pílum.
Nokkrum vikum síðar voru Jónas og Guðmundur aftur að höggva við og Guðmundur, klaufinn sem hann er, hjó af sér annan fótinn. Jónas pakkaði fætinum inn í plastpoka og fór með hann og Guðmund til læknisins. Læknirinn sagði „Fætur eru erfiðari. Komdu aftur eftir sex tíma.“
Guðmundur að spila fótbolta eins og ekkert hefði í skorist.
Jónas kom aftur eftir sex tíma, en þá tók læknirinn á móti honum og sagði „Ég var fljótari að þessu en ég bjóst við. Guðmundur er úti á fórboltavelli.“ Jónas fór út á fótboltavöll og þar var
Nokkrum vikum seinna varð Guðmundur fyrir hræðilegu slysi þegar hann hjó af sér höfuðið. Jónas setti höfuðið í plastpoka og fór með það og Guðmund sjálfan til læknisins. Læknirinn sagði. “Ja, höfuð eru sérlega erfið, en ég get alveg reynt. Komdu aftur eftir tólf tíma.“
Jónas kom aftur eftir tólf tíma og læknirinn sagði „Því miður, ég verð að tilkynna þér að Guðmundur dó.“
„Já, ég skil,“ sagði Jónas. „Höfuð eru sérlega erfið.“
Læknirinn sagði „Nei-nei, það er ekki það. Skurðaðgerðin heppnaðist fullkomlega og mér tókst að tengja höfuðið við líkamann eins og ekkert væri. Guðmundur kafnaði í plastpokanum!“
Hjón nokkur voru við það að eignast barn. Þegar þau komu á spítalann sagði
læknirinn þeim að búið væri að finna upp nýja vél sem gæti fært hluta
sársauka móðurinnar yfir á föðurinn. Hann spurði hjónin hvort þau væru
tilbúin að prófa hana og þau tóku bæði mjög vel í það.
Læknirinn stillti sársaukaflutninginn á 10% til að byrja með og útskýrði
fyrir þeim að þessi 10% væru sennilega meiri sársauki en eiginmaðurinn
hefði nokkurn tíma upplifað áður.
Hríðirnar jukust óðum en eiginmaðurinn sagði lækninum að honum liði
ágætlega. Þá hækkaði læknirinn sársaukaflutninginn í 20%. Enn
leið eiginmanninum ágætlega. Læknirinn athugaði blóðþrýstinginn hjá honum
og var undrandi á því hve manninum virtist líða vel.
Þegar þarna var komið ákvað hann að prófa að hækka flutninginn í 50%. Og
enn leið eiginmanninum ágætlega.
Þar sem sársaukaflutningurinn hjálpaði eiginkonunni verulega, hvatti
eiginmaðurinn lækninn til að færa allan sársaukann yfir á hann. Eiginkonan
fæddi heilbrigt barn með nánast engum sársauka. Hjónin voru í sjöunda
himni yfir barninu og þessari undursamlegu vél.
Þegar þau komu heim lá bréfberinn dauður á tröppunum.
KV, svartipetu