Jónas er staddur í búningsherbergi á flottum líkamsræktarstað eftir strangar, en góðar æfingar til að ná af sér jólamatnum.
Allt í einu hringir farsími á bekknum og Jónas tekur hann upp og svarar.
„Halló?“
„Halló elskan, þetta er ég. Ertu í ræktinni?“
„Já.“
„Frábært! Ég er í Kringlunni. Ég sá þennan æðislega pels hjá honum Eggert. Alveg draumur!! Má ég kaupa hann?“
„Hvað kostar hann?“
„Bara eina og hálfa milljón.“
„Nú, kauptu hann þá ef hann er svona flottur.“
„En, ég stoppaði við í umboðinu og skoðaði 2001 módelið af Benz. Þeir áttu akkúrat litinn sem mig langar svo í. Ég talaði við sölumanninn og hann er tilbúinn að láta okkur hafa hann á góðu verði og hann ætlar líka að taka Bimmann uppí sem við keptum í fyrra.“
„Hvaða verð bauð hann?“
„Ekki nema sex milljónir!“
„Allt í lagi. En fyrir það verð vil ég fá alla aukahlutina með!“
„Frábært! Heyrðu, áður en þú leggur á, þá er dálítið annað.“
„Hvað?“
„Þetta hljómar kannski mikið, en ég var að gera upp baknareikningana eftir áramótin og svo fór ég að hitta fasteignasalann og húsið sem við skoðuðum í fyrra, þarna á Arnarnesinu, með sundlauginni, stóra verðlaunagarðinum og bátalæginu við víkina, – það er til sölu …“
„Hvað vill hann fá fyrir það?“
„Bara 97 millur. Frábært verð. Og ég komst að því að við eigum fyrir því ef við seljum öll DíKód verðbréfin!“
„Jæja, allt í lagi, en ekki bjóða meira en 89 milljónir, Ókei?“
„Ókey, elskan. Takk elskan mín! Sjáumst á eftir!! Ég elska þig !!!
Jónas laggði á, lokaði símanum og lyfti honum svo upp og sagði við hina mennina „Veit einhver hver á þennan síma?“