Lítil gömul kona kom í Hagkaup og setti 2 dósir af dýrasta kattarmatnum sem til var í innkaupakörfuna. Síðan fór hún að kassanum
til að borga og sagði við kassadömuna “ekkert nema það besta handa litla kettlingnum mínum”. Kassadaman sagði þá
“því miður get ég ekki selt þér kattarmat nema að þú getir sannað það að þú eigir kettling, það er svo mikið af gömlu fólki
sem kaupir kattarmat til að borða sjálft, verslunarstjórinn vill fá sönnun þess að þú eigir kött.”
Litla gamla konan fór heim og náði í kettlinginn sinn
og sýndi kassadömunni og fékk þá kattarmatinn keyptan.
Næsta dag fór litla gamla konan aftur í Hagkaup og í
þetta skiptið setti hún pakka af hundakexi í innkaupakörfuna,
sem hún ætlaði að gefa hundinum sínum yfir Jólin. Kassadaman sagði þá “því miður get ég ekki selt þér hundakex nema að þú getir sannað það að þú eigir hund, það er svo mikið af gömlu
fólki sem kaupir hundakex til að borða sjálft,
verslunarstjórinn vill fá sönnun þess að þú eigir hund.
” Vonsvikinn og svekkt fór litla gamla konan heim og
náði í hundinn sinn og sýndi kassadömunni og fékk þá hundakexið
keypt. Daginn eftir kom litla gamla konan aftur í Hagkaup og hélt á
dollu sem var með gati á lokinu. Litla gamla konan bað kassadömuna
að stinga puttanum í gatið, “nei ég geri það ekki því þú gætir verið með snák í dollunni.”
Litla gamla konan fullvissaði kassadömuna um að svo væri ekki.
Þá stakk kassadaman puttanum í gatið á dollunni og tók hann út og sagði við litlu gömlu konuna
“þetta lyktar eins og mannaskítur.” Litla gamla konan brosti út að eyrum og spurði,
“Ég hélt kannski að þú þyrftir sönnun fyrir því að ég kúkaði svo vina mín get ég núna fengið að kaupa nokkrar klósettrúllur?

Jón Bóndi fór í kirkju, þegar presturinn ætlaði að byrja að predika
bað hann fyrst þá karlmenn sem höfðu haft mök við aðra karlmenn að fara
út. Nokkrir karlmenn gengu út. Svo vildi hann líka biðja alla kvenmenn
sem höfðu haft mök við aðrar konur að fara út. Nokkar konur gengu út.
Næst vildi hann biðja alla þá sem hefðu haft mök í synd að ganga út.
Það stóð bara einn maður upp, Jón bóndi. Prestinum fannst þetta eitthvað
skrítið og sagið: Jón bóndi, hefur þú haft mök í synd?
Jón bóndi: Ha, nei mér heyrðist þú segja mök við kind.

Það kom að því að Einstein dó, hann fór upp til himnaríkis, Lykla
Pétur ætliði ekki að trúa því að þetta væri Einstein svo hann
gerði eitthvað voðalega flókið dæmi og Einstein fór nú létt með það.
Hann var því velkominn inn í guðs ríki. Næst dó Picasso, hann var
líka sendur upp til himnaríkis og eins og Einstein þurfti hann að
sanna sig. Hann málaði því voðalega flotta mynd og var hleypt upp í
himnaríki. Svo dó David Beckham. Lykla Pétur sagði við hann að
bæði Einstein og Picasso hefðu þurft að sanna sitt mál svo að hann
yrði að gera það líka.
David Beckham: Ha, hverjir eru Einstein og Picasso??
Lykla Pétur: Velkominn David Beckham.

Það var nýr prestur við fyrstu messuna sína hann var svo hræddur
að hann kom varla upp orði. Eftir messuna spurði hann meðhjálparann
hvernig sér hafi gengið. Ágætlega sagði meðhjálparinn, en það gæti hjálpað
honum með næstu messu að setja smá vodka eða gin í vatnið sitt. Gamli
presturinn gerði það til að slappa af. Næsta sunnudag setti presturinn
vodka í glasið sitt og það kjaftaði á honum hver tuska. aftur spurði
presturinn maðhjálparann hvernig sér hafi gengið núna. Ágætlega ,
sagði meðhjálparinn aftur, en það væru nokkrar staðreyndir sem
þeir ættu að fá á hreint:

1. Það eru tíu boðorð, en ekki tólf.

2. Það eru tólf postular, ekki tíu.

3. Davíð vó Golíat, hann buffaði hann ekki.

4. Við minnumst ekki á Jesú Krist sem Jonna heitin Ká.

5. Næsta sunnudag verður haldin karamellukökukeppni
hjá Sankti Péturskirkju en ekki Péturs kaffi kýling hjá
Sankti Karamellukirkju.

6. Faðirinn, sonurinn og hinn heilagi andi eru ekki
nefndir Kallinn, Lilli og draugurinn.

Einu sinni var lögfræðingur að fara í vinnuna á nýja flotta
sportbílnum sínum.Þegar hann var búinn að leggja bílnum í stæði
og var að opna hurðina þá keyrði bíll á hurðina svo að hún datt af.
Síðan kom löggan og sagði: ”þið lögfræðingarnir hugsið ekki um
neitt annað en nýju fínu bílana ykkar, og þú tekur ekki einu sinni
eftir því að það vantar vinstri hendina á þig!,, þá leit lögfræðingurinn
á höndina á sér og hrópaði: "Ó NEI! ROLEX úrið mitt!!!