Örlög mannskepnunnar:
Guð skapaði asnann og sagði við hann:
“Þú verður asni. Þú vinnur baki brotnu frá sólarupprás til sólarlags og berð þungar byrðar. Þú étur gras, státar ekki af neinum gáfum og lifir í 50 ár.”
Og asninn svaraði: “Ég skal vera asni en að lifa í 50 ár er allt of mikið. Hafðu þau 20.”
Og Guð samþykkti það.
Guð skapaði hundinn og sagði við hann:
“Þú verður hundur. Þú gæti húss mannsins og verður besti vinur hans. Þú þiggur leifarnar sem hann réttir þér og lifir í 25 ár.”
Og hundurinn svaraði: “Ég skal vera hundur en að lifa í 25 ár er allt of mikið. Hafðu þau 10.”
Og Guð samþykkti það.
Guð skapaði apann og sagði við hann:
“Þú verður api. Þú sveiflar þér úr einu tré í annað og gerir ýmsar kúnstir. Þú verður skemmtilegur og lifir í 20 ár.”
Og apinn svaraði: “Ég skal vera api en að lifa í 20 ár er allt of mikið. Hafðu þau 10.”
Og Guð samþykkti það.
Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: “Þú verður maður, eina vitsmunaveran á jarðkringlunni. Þú notar gáfur þínar til að verða drottnari allra dýra. Þú munt ráða yfir heiminum og lifa í 20 ár.”
Og maðurinn svaraði: “Ég skal vera maður en að lifa í 20 ár er allt of stutt. Veittu mér að auki þau 30 ár sem asninn vildi ekki, árin 15 sem hundurinn vildi ekki og árin 10 sem apinn vildi ekki.”
Og Guð samþykkti það.
Og æ síðan lifir maðurinn í 20 ár eins og maður. Þá giftir hann sig og eyðir 30 árum eins og asni, þ.e. vinnur baki brotnu frá sólarupprás til sólarlags og ber þungar byrðar. Þegar börnin eru flutt að heiman lifir hann í 15 ár eins og hundur; gætir hússins og borðar allt sem að honum er rétt. Og eftir að hann sest í helgan stein lifir hann eins og api síðustu 10 árin, fer hús úr húsi og gerir ýmsar kúnstir til að skemmta barnabörnunum.

————————————- —————————–

Þórhallur prestur vaknar á sunnudagsmorgni og sólin skín. Hann ákveður að í
dag ætli hann að segjast vera veikur og hann komist ekki til messu.
Svo hann hringir í annan prest og nær svo í golfsettið sitt og læðupokast
upp á golfvöll í þeirri von að enginn sjái hann. Á vellinum er ekki nokkur
maður svo ráðabrugg Þórhalls prests ætlar að ganga upp.

Uppi í Himnaríki snýr Lykla-Pétur sér að Guði og spyr: “Guð, ætlarðu að
láta vígðan manninn komast upp með þetta?” Guð horfir niður á Þórhall prest
þar sem hann slær teighöggið. Kúlan flýgur 420 metra í fallegum boga,
skoppar einu sinni á flötinni og rennur svo beina leið ofan í holuna!
Kraftaverkahögg!
Lykla Pétur lýtur skilningsvana á Guð og spyr: ,,Hversvegna í ósköpunum
léstu hann fara holu í höggi?“
Drottinn svarar: ,,Hverjum á hann að segja frá þessu?!”

—————————————— ————————

Jónas kristnaðist og varð ofurtrúaður. Hann bað daginn út og inn og fór tvisvar á dag í kirkju (og stundum oftar) til að tala við guð sinn. En í næsta húsi bjó trúleysingi sem lét sér aldrei detta í hug að fara í kirkju.

En trúleysinginn lifði góðu lífi. Hann var í vel launuðu starfi, hann var kvæntur fallegri konu og börnin hans voru heilbrigð og höguðu sér vel. Jónas, aftur á móti, var í erfiðu, illa launuðu starfi, Magga fitnaði með hverjum deginum og börnin vildu ekki tala við hann.

Og einn daginn, þegar hann var í djúpri bæn, lyfti hann höfði sínu til himins sagði:

„Góður Guð, ég heiðra þig á hverjum degi, ég spyr þig ráða um vandamál mín og játa fyrir þér syndir mínar. En nágranni minn sem trúir ekki á þig og fer áreiðanlega aldrei með neinar bænir hefur fengið allt sem hugurinn girnist á meðan ég er fátækur og þarf að þola ýmislegt andstreymi. Hvers vegna er þetta svo?“

Og þá heyrðist djúp og máttug rödd að ofan:

„AF ÞVÍ HANN ER EKKI AÐ TRUFLA MIG Í TÍMA OG ÓTÍMA!!!!!!!!

————————————– —————————-

Eitt sinn var Saddam í heimsókn í USA. Saddam var á fundi með Bush og þeir sátu við endalagt borð, einn á hvorum enda.
Bush er með þrjá takka á borðinu, Saddam undrar sig á þeim. Skyndilega ýtir Bush á einn takkann og þá kemur hnefi og kýlir Saddam í öxlina. Bush hlær en Saddam bölvar útí loftið.
Bush ýtir á takka nr.2 og þá kemur hnefi undan borðinu og lemur hann í magann. Saddam bölvar útí loftið.
Bush ýtir loks á takka nr.3 og þá kemur annar hnefi. Saddam stendur upp og segist ekki taka þátt í svona vitleysu og gengur út.
Mánuði seinna er Bush í heimsókn í Írak og gengur inní fundarherbergi, þar situr Saddam með 3 takka og brosir.
Bush sest niður og Saddam ýtir á einn af tökkunum, ekkert skeður en Saddam deyr úr hlátri. Bush verður furðu lostinn.
Saddam ýtir svo á takka nr.2 og dettur í gólfið úr hlátri, ekkert gerist.
Saddam ýtir loks á takka nr.3 og hlær og hlær. Bush segist ekki nenna þessu og ætla aftur til USA. Þá segir Saddam:
“Hvaða USA”?