Heimspekingur, stærðfræðingur og Sibbi lúði dóu. Á móti þeim tók kölski.
-Því miður er himnaríki troðfullt í augnablikinu og einungis eitt pláss eftir þar. Til þess að ákveða hver ykkar fer þangað, ætla ég að biðja ykkur um að leggja eina spurningu fyrir mig og ef ég get svarað henni þá farið þið til helvítis en ef ég get ekki svarað henni þá farið þið til himnaríkis.
Allir samþykktu það.
Heimspekingurinn spurði kölska: -Hvert rita Sókratesar inniheldur yfirgripmesta textann um heimspeki?
Kölski smellti fingur og þá birtist bók fyrir framan hann. Hann rétti heimspekingnum bókina og þetta var rétta bókin.
-Farðu þá til helvítis, sagði kölski og smellti fingrum.
Stærðfræðingurinn ákvað að vera næstur og spurði kölska hver væri erfiðasta stærðfræðiformúla í heimi. Aftur smellti kölski fingurnum og önnur bók birtist. Hann rétti stærfræðingnum bókina og bókin innihéld erfiðustu stæfræðiformúlu í heimi. Kölski smellti fingrum og stærfræðingurinn fór til helvítis.
Nú var komið að sibba lúða. Hann bað um stól og kölski kom með stól. Sibbi bað kölska að bora nokkur göt á stólinn. Kölski gerði það. Nú settist Sibbi lúði á stólinn og rak rosalega við. Hann spurði kölska: -Út úr hvaða gati kom prumpið?
Kölski var ekki lengi að svara að það hefði verið 5. gat til vinstri.
-Vitlaust, sagði Sibbi lúði. -Það kom úr rassgatinu á mér og Sibbi lúði komst til himna.

——————————————— ———————


Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór til Hvanneyrar og fann góðan stað nokkuð fyrir utan bæinn. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var endað við að sjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum. Þeir heilsast og tala saman en eftir það segist bóndinn nú eiga þessa rjúpu. Það samþykkir lögræðinurinn ekki og segjist þekkja sinn rétt og hann hafi skotið hana og því eigi hann rjúpuna. Þá spyr bóndinn hvort að þeir eigi bara ekki að útkljá þetta með þriggja sparka reglunni, sem að er algengt hér á Hvanneyri. Löfræðingurinn verður þá svolítið forvitinn og vill fá að vita meira. Bóndinn segir honum að fyrst sparki hann í lögfræðinginn þrisvar og síðan sparki lögfæðingurinn í hann þrisvar og svona gengur það þangað til að annar gefst upp. Lögfræðingurin samþykkir það og segir bóndanum að sparka. Bóndinn byrjar að sparka í magann á honum og hnígur hann niður við það, næst sparkar hann í sköflunginn á honum, núna er lögfæðingurinn orðinn svolítið sár en tekur samt við þriðja sparkinu sem að er mjög fast í punginn… Eftir að lögfræðinurinn er búinn að jafna sig segir hann jæja nú er komið að mér og býr sig til að sparka. Þá heyrist í bóndanum….. nei þú mátt bara eiga hana.

———————————————- ——————–


Kona nokkur fór í strætó með barnið sitt. Þegar hún gekk inn í vagninn sagði bílstjórinn: -Þetta er bara eitt ljótasta barn sem ég hef nokkurn tímann séð, oj bara!!
Konan fór aftast í strætisvagninn og var alveg brjáluð. Hún sagði við manninn sem sat viðhliðina á sér: -Bílstjórinn móðgaði mig, hryllilega.
Þá sagði maðurinn: - Farðu til hans og láttu hann hafa það óþvegið, ég skal halda á apanum þínum á meðan.