Einu sinni var strákur sem vann í grænmetisdeildinni í stórmarkaði. Einn daginn þá kom maður til hans og vildi fá að kaupa hálfan kálhaus. Strákurinn svaraði honum því að þeir seldu aðeins heila kálahausa, en maðurinn sætti sig ekki við það og sagðist aðeins þurfa hálfan kálahus, ekki heilan.
Það endaði þá með því að strákurinn kvaðst ætla spyrja verslunarstjóran um þetta mál.
Strákurinn rölti inná skrifstofu til verslunarstjórans og sagði, “Það er einhver hálfviti frammi sem heimtar að fá að kaupa aðeins hálfan kálhaus.”
Um leið og hann hafði látið þetta útúr sér sneri hann sér við og sá sér til skelfingu að maðurinn stóð rétt fyrir aftan hann, þannig hann bætti við, “Og þessi herramaður hérna vill kaupa hinn helminginn.”
Verslunarstjórinn samþykkti þetta og maðurinn fór sína leið. Seinna kallaði verslunarstjórinn strákinn til sín og sagði, “Þú komst þér næstum því í mikið vesen þarna fyrr í dag, en ég verð að segja að þú reddaðir þér úr þeim aðstæðum með aðdáunarverðum hætti. Þú er ráðagóður og snjall, og það er vel liðið hér um slóðir. Hvaðan ertu félagi?”
Strákurinn svaraði, “Minnesota, herra.”
“Oh, er það? Hversvegna fórstu þaðan?” spurði verslunarstjórinn.
Þá svaraði strákurinn, “Það eru bara eintómar hórur og hokkíspilarar þar.”
“Virkilega,” svaraði verslunarstjórinn, “Konan mín er frá Minnesota!”
Þá sagði strákurinn, “Í alvöru! Með hvaða liði spilaði hún?”