Tveir stórlaxar úr fatahönnuðar bransanum sitja og metast um hvor hefði átt verri dag.
Nr1: Ég átti mikklu verri dag en þú getur ímyndað þér!
Nr2: Nú? varla er hann verri en minn.
Nr1: Júhú! Hann byrjaði á því að vöruhús 3 brann til kaldra kola svo að öll sumarlínan er fokin fyrir fullt og allt!
Nr2: Nei…
Nr1: Og ekki nóg með það, heldur hættu tveir af virtustu og bestu hönnuðum okkar í dag og fóru til helsta keppinauts okkar!
Nr2: Vovv..
Nr1: Svo að lokum kom ég að 16 ára syni mínum með einu af módelunum okkar, gerandi það ofan á skrifborðinu mínu!
Nr2: Jah, ég held að ég hafi átt verri dag en þú. Hann byrjaði með því á vöruhús 3 brann og öll sumarlínan er nú farin fyrir fullt og allt!
Nr1: Hei! Þetta kom fyrir mig!
Nr2: Og mig líka! Jæja, en ekki nóg með það heldur fóru tveir af okkar virtustu og bestu hönnuðum til helsta keppnisaðila okkar!
Nr1: Ertu viss um að þú sért ekki að ruglast á minni sögu?
Nr2: Nei nei. Þetta gerðist allt í alvöru! En að lokum kom ég svo að 16 ára syni mínum með einu af módelunum okkar, gerandi það á skrifborðinu mínu!
Nr1: Jah.. Við vitum þó að minnsta kosti við höfðum alveg jafn vondan dag.
Nr2: Nei. Ég hafði alveg áræðanlega verri dag!
Nr1: Nú af hverju!
Nr2: Við hönnum föt fyrir karla!