Jónas og Magga voru nýgift og nú ætlaði Jónas að setja nokkrar
heimilisreglur:
\“Ég kem heim þegar ég vil, ef mig langar til þess, á hvaða tíma sem er
og án þess að fá eitthvert nöldur frá þér. Ég geri ráð fyrir að fá
frábæran mat á borðið á hverju kvöldi, nema ég láti þig vita annað. Ég
fer í lax, rjúpu og fyllirí með gömlu félögunum þegar ég vil og þú mátt
ekki rexa neitt út af því. Þetta eru mínar reglur! Hefur þú etthvað við
þær að athuga?\”
\“Nei, nei,\” sagði Magga. \“Svo framarlega sem þú gerir þér grein fyrir að
hér verður stundað kynlíf á hverju kvöldi klukkan hálf níu - hvort sem
þú ert heima eða ekki.\”
—————————————— ———————————-
Kúabóndinn
E inar bóndi er nýbúinn að kaupa sjálfvirka mjaltavél sem kýrnar ganga
sjálfar í og láta vélina mjólka sig. Fyrir nokkrum dögum komu menn til
Einars og settu nýja mjaltavélina saman, tengdu hana og kenndu honum að
nota tækið. Þegar þeir voru farnir ákvað Einar að framkvæma smá gæðapróf
áður en kúnum er hleypt í nýju vélina. Hann setti tólið sitt í einn
stútinn og kveikti á vélinni. Viti menn, sjálfvirka mjaltavélin reyndist
hreinn unaður og hún er mun betri en eiginkonan. Þegar Einar var búinn
að fá nóg og ætlaði að hætta uppgötvaði hann sér til mikils hryllings að
hann var fastur við mjaltavélina og það var alveg sama hvað hann reyndi,
vélin vildi ekki sleppa. Að lokum hugkvæmdist honum að taka fram gemsann
og hringja í þjónustufulltrúann hjá seljanda mjaltavélarinnar.. Þar fékk
hann þær upplýsingar að mjaltavélin sleppi spenanum um leið og sex
lítrar mjólkur hafi runnið úr kúnni.
Hehe ég kann ekki að laga microsoft word mitt. Þess vegna er þetta svona sett upp :)