Önd labbar inn á bar og pantar bjór. Jónas barþjónn sagði „Hey, þú ert önd!“
„Þú ert með góða sjón.“ sagði öndin.
„Já, en – þú getur TALAĐ!“ sagði Jónas barþjónn.
„Og heyrir bara vel líka,“ sagði öndin. „Hey, þetta er bar! Gæti ég fengið hálfan lítra af bjór?“ Jónas kom með bjórglasið fyrir öndina og spurði hana hvað hún væri að gera þarna.
„Sko,“ sagði öndin, „Ég er að vinna í byggingavinnu í húsinu hinum megin við götuna. Við verðum þar í nokkrar vikur og ég ætla að koma hingað inn í hádeginu á hverjum degi og fá mér bjór.“
Og á hverjum degi vagaði öndin yfir götuna og inn á barinn hans Jónasar og fékk sér bjór í hádeginu.

Vikan leið og dag nokkur kom sirkus í bæinn. Eigandi sirkussins kom inn á barinn hans Jónasar til að fá sér bjór og Jónas sagði honum frá öndinni. „Þú ættir að reyna að fá hana í sirkusinn,“ sagði Jónas. „Þú gætir grætt heilmikið á því að sýna svona talandi önd. Ég skal nefna þetta við hana næst þegar hún kemur inn.“
Daginn eftir kom öndin eins og venjulega til að fá sér bjórinn sinn. Jónas sagði við hana „Veistu, það er sirkus í heimsókn í bænum og í gær talaði ég við sirkuseingandann. Hann hafði rosalegan áhuga að fá þig í vinnu.“
„Er það?“ sagði öndin.
„Já. Þú gætir haft gott uppúr því að vinna hjá honum. Ég get reddað því fyrir þig.“
„Bíddu aðeins,“ sagði öndin. „Þú sagðir SIRKUS, var það ekki?“
„Jú.“
„Það er svona sýningarfyrirbæri í tjaldi, er það ekki? Með svona rosa súlu í miðjunni?“
„Já.“
„Og tjaldiðð er úr dúk, er það ekki?“
„Jú, auðvitað,“ sagði Jónas barþjónn. „Ég get útvegað þér djobb í sirkusnum og þú gætir byrjað á morgun. Sirkuseigandinn var rosalega áhugasamur um það.“
Öndin horfði furðu lostin á Jónas. „Andskotan ætti hann að gera með múrara?“



Lykla Pétur og Guð eru að leggja
síðustu hönd á konuna áður en að þeir setja hana á jörðina.
“Taugaendarnir,” segir Pétur. “Hvað eigum við að setja marga í lófa
hennar?”
“Hvað settum við marga í Adam?” spyr Guð. “Tvö hundruð, ó þú mikli
Guð,” svarar Pétur.
“Þá gerum við það sama fyrir hana,” segir Guð.
“Hversu marga taugaenda ættum við að setja í kynfæri hennar?” spyr Pétur
aftur.
“Hvað settum við marga í Adam?” spyr Guð.
“Fjögur hundruð og tuttugu, ó þú mikli Guð” svarar Pétur.
“Auðvitað, við settum svona marga til að Adam gæti fjölgað mannkyninu og
fundist það gott í leiðinni, var það ekki? Gerum það sama fyrir konuna.”
segir Guð.
“Já, ó mikli Guð,” segir Pétur.
“Nei bíddu,” segir Guð. “Skítt með það, láttu hana hafa tíu þúsund.
Ég vil að hún æpi nafnið mitt!”



Björn og kanína gengu saman út í skógi og sáu galdramann sem gaf þeim þrjár óskir hvort. Fyrst óskaði björninn sér að allir birnir í skóginum, fyrir utan hann, yrðu birnur. Þá óskaði kanínan sér mótorhjólahjálm og björninn varð mjög hissa. Þá óskaði björninn sér að allir birnir í allri Evrópu yrðu birnur. Þá óskaði kanínan sér mótorhjól. Þá óskaði björninn sér að allir birnir í öllum heiminum yrðu birnur. Þá óskaði kanínan sér að björninn yrði samkynhneigður, og brunaði burt á mótorhjólinu.




Tveir Hafnfirðingar og einn Reykvíkingur voru fastir á eyðieyju. Í kringum eyjuna var mikill foss svo þeir gátu ekki reynt að synda. Þeir fundu lampa og út kom andi þegar þeir opnuðu. Hann gaf hverjum þeirra eina ósk. Annar Hafnfirðingurinn sagðist vilja vera jafngáfaður og allir í heiminum samanlagt. þá fór hann og byggði sér bát og sigldi stutta leið áður en hann datt ofan í fossinn. Hinn Hafnfiringurinn óskaði sér að vera hundrað sinnum gáfaðri en sá fyrri. Hann fór og byggði sér sterkbyggðari bát en sá fyrri. En hann datt líka niður fossinn. Reykvíkingurinn óskaði sér að vera þúsund sinnum gáfaðri en hinir tveir samanlagt og gekk yfir brúna.



Kona sem var tölvunarfræðingur var að hjálpa montrassi og karlrembusvíni að setja upp tölvuna hans. Hún spurði hvaða orð hann vildi hafa sem leyniorð. PENIS sagði sá sjálfumglaði til að reyna að koma konunni úr jafnvægi. Án þess að bregðasvip eða segja orð sló konan inn leyniorðið. Hún drapst næstum því úr hlátri þegar tölvan svaraði: Leyniorðinu var hafnað. Ekki nógu langt.


Sérvitur heimspekiprófessor var með lokapróf eftir heila önn og nemendum til mikillar furðu var bara ein spurning á prófinu þó að kúrsinn hefði fjallað um ýmsa þætti heimspeki og rökfræði.

Stúdentarnir voru sestir og tilbúnir í slaginn þegar prófessorinn stóð upp, lyfti stólnum sínum upp á borð og skrifaði síðan á töfluna „Notið alla þá vitneskju sem þið hafið aflað ykkur á þessu námskeiði til að sanna að þessi stóll sé ekki til.“

Pennar og blýantar flugu af stað, strokleður strokuðu og blað eftir blað fylltist af fræðilegum skrifum. Sumir stúdentarnir skrifuðu allt að 30 til 40 blöð þá þrjá tíma sem prófið stóð og reyndu með því að hafna tilvist stólsins.

Engel, aftur á móti, stóð upp eftir tæpa mínútu, afhenti blaðið sitt og gekk út.

Þrem vikum seinna voru einkunnir gefnar út og þá kom í ljós að Engel hafði fengið 10 á meðan aðrir próftakar voru allir með undir 7. Þetta gat enginn skilið: hvernig Jónas gat fengið svona hátt, þrátt fyrir að hann hefði skilað inn blaðinu eftir aðeins eina mínútu. Einhver kærði úrslitin og þá kom í ljós að Jónas hafði bara skrifað tvö orð:

„Hvaða stóll?“