Hvað er það eiginlega sem Disney hefur á móti foreldrum?
Treasure Planet - Pabbinn farinn
Lilo & Stitch - Munaðarlaus
Tarzan - Foreldrarnir dóu, hann lifði af
Mulan - Eina manneskjan í Disney heiminum sem lifir með móður, föður og ömmu! (hundar ekki teknir með)
Hercules - Svipað og Superman nema að foreldrar hans eru á lífi og
eru Guðir
The Hunchback of Notre Dame - Munaðarlaus, ólst upp einn þarna með
ímynduðu vinunum
Pocahontas - Var einhver móðir?
The Lion King - Pabbinn deyr
Aladdin - Munaðarlaus og skrítinn pabbi
Beauty and the Beast - Bara skrítinn pabbi
The Little Mermaid - Átti hún enga móðir?
Oliver and Company - Munaðarlaus köttur
The Many Adventures of Winnie the Pooh - Áttu þessi dýr enga foreldra og hvað var þetta bleika dýr? Mjótt svín í röndóttri peysu?
The Jungle Book - Skilinn eftir hjá úlfum, huggó!
The Sword in the Stone - Var strákurinn alinn upp af spúki
töframanninum?
101 Dalmatians - 101 dalmatíundar, frekar 90ogeitthvað
munaðarleysingjar!
Peter Pan - Foreldrarnir á fylleríi á meðan sjóræningjar elta börnin uppi, hver lætur stóran hund með húfu passa börn? Pétur Pan og öll börnin þar voru líka munaðarlaus.
Cinderella - Stjúpmamma dauðans, part 2
Bambi - Mamman skotinn af vondum veiðimönnum, pabbinn has issues
Dumbo - Einstæð fílamóðir, tekin frá henni
Pinocchio - Gamall maður, svo desperate að hann tálgar sér strák úr
viðardrumb
Snow White and the Seven Dwarfs - Stjúpmamma dauðans
Guffi á son, Max, hver er móðirinn?
Ripp, Rapp og Rupp búa hjá Andrési Önd og stundum Jóakim Aðalönd,
hvar eru foreldrarnir og hefði ekki verið hægt að finna eitthvern ættinga sem gengur um í buxum?
Talandi um buxur, af hverju notar Andrés Önd handklæði þegar hann
kemur úr sturtu til að fela neðri hlutann en gengur samt ekki í buxum!?