Hér eru 12 hlutir til að gera þig að fífli í lyftu með sama stíl og þú fellur í prófi með STÆL!!
1. Stattu útí horni og farðu allt í einu að skellihlæja. Ef fólk spyr hvað er svona fyndið, segiru að Andri (eða einhver annar) sé fastur útí horni.
2. Stattu upp og sestu niður stanslaust.
3. Vertu rosalega áhyggjufullur og sífellt að ýta á takkana.
Stoppaðu svo alltí einu á einhverri hæð og bjóddu ósýnilegan vin þinn velkominn.
4. Leggstu á gólfi, þú þykist sofna, og byrjaðu að tala í svefni um “öndina og lýkilinn”. Vaknaðu síðan upp með látum og spurðu hvort Davíð Oddson sé menntamálaráðherra.
5. Pikkaðu sífellt í næstu manneskju. Ef hún segir þér að hætta þessu, byrjaðu þá allt í einu að tala við ósýnilegan vin þinn um músamottur á flótta.
6. Þega fólkið kemur inn, stilltu þér þá upp í enda lyftunnar og segðu: ,,Góðir gestir. Ég bið ykkur um að vinsamlegast spenna belltin.“ Þegar lyftan er komin upp, segðu þá: ,,Ég þakka ykkur fyrir góðan flugtúr og að við sjáumst fljótlega aftur.”
7. Stattu í hnipri útí horni og starðu á manninn beint fyrir framan þig. Þegar hann lítur við, skaltu þykjast hrædd og hnipra þig enn meira saman. Þegar hann hreyfir sig, nær í eitthvað í vasanum, eða gerir eitthvað þess háttar, skaltu segja við manninn: ,, Þú ert þá einn af þeim. Skílaðu því sem þú tókst, Stóri Björn!“, og svo ferðu út ú lyftunni.
8. Sjúgðu í sífellu upp í nefið, hóstaðu, snýttú þér svo loks í vegginn.
9. Reyndu að ná augnsambandi við einhvern. Svo segiru loks:,, Það er bannað að rífa kjaft.”
10. Skiftu sífellt um stellingu, labbaðu fram og aftur og faðmaðu loks eina manneskjuna.
11. Spurðu fólkið sífellt spurninga um mat, þvott, kaffi eða annað.
12. Þú þykist tala í símann um eitthvað þvílíkt bull. Talaðu hátt, svo allir heyra hvað þú ert að segja. Segðu svo við fólkið í lyftunni 10 hverja sekúndu:,, Ég er sko í símanum."
SNIÐUGT?!?!?