Hér koma örfáir brandarar, aðallega úr Séð & heyrt…:)
Er þetta upplýsingabásinn
-Ég skal spyrja!
HA HA HA…verða brandarar mikið fyndari, segi svona:)
Lúlli kom heim til sín eftir sólríkan dag.
Mamma hans: Hvað gerðuð þið í dag?
Lúlli: við hentum steini í vatnið.
Mamma hans: var það skemmtilegt?
Lúlli: Já þangað til Steinn fór að gráta..
Ha ha…
blondínan las að 99% allra slysa gerðust á heililunum…hún flutti!
Hvernig gekk í söguprófinu?
-Ekki vel. Allar spurningarnar voru um eitthvað sem gerðist löngu áður en ég fæddist!
Winston Churchill var frægur fyrir hnyttin tilsvör. Eitt sinn mætti hann konu einni sem var mikill andstæðingur hans. Hann kastaði á hana kveðju en hún hreytti í hann ónotum og sagði:
-Þér eruð drukkinn, maður minn. Meira að segja mjög drukkinn.
Churchill: -Já, ég veit það vel og þér eruð ljót frú mín. Meira að segja mjög ljót. En, veistu? Á morgun verður runnið af mér.
Eiginmaður ljóskunnar er á fullu í vinnunni þegar hún hringir í hann.
-Hæ elskan, heldurðu að þú getir nokkuð hjálpað mér þegar þú kemur heim úr vinnunni? segir hún. Karlinn fær nettan sting við að ýminda sér öll þau ómögulegu vandræði sem Magga gæti hafa komið sér í
en segir samt: -Auðvitað elskan mín, hvað er að?
-Jú sko, segir ljóskan og heldur áfram. 'Ég var að byrja á nýju púsluspili og það er svo hrikalega erfitt! ég er ekki einu sinni búin að finna jaðarbútana enn.
Eiginmanninum létti heilmikið að heyra að konan væri ekki í neinum stórvandræðum og ekki væri kviknað í húsinu.
-Heyrðu elskan, það er alltaf mynd af púslinu til að gera þetta auðveldara, hvað er á myndinni?
-Það er svona risastór hani.
Eiginmaðurinn þagnar í smástund, segir svo: -Heyrðu elskan, settu kornflögurnar bara aftur í kassann!
Konur hafa ótal galla, en karlar aðeins tvo: allt sem þeir segja og allt sem þeir gera!