Þú sérð flotta stelpu í partíi, ferð til hennar og segir; “Ég er frábær í rúminu”
- Þetta er bein markaðssetning.
Þú ert í partíi með nokkrum vinum og sérð flotta stelpu. Einn af vinum þínum gengur til hennar, bendir á þig og segir; “Hann er frábær í rúminu.”
- Þetta er auglýsingastarfssemi.
Þú ert í partíi og sérð flotta stelpu. Þú stendur upp, lagar bindið, gengur til hennar og gefur henni drykk. Þú opnar fyrir hana hurðir, tekur upp það sem hún missir, býður henni far og segir, “Bara svona í leiðinni, ég er frábær í rúminu”
- Þetta eru almannatengsl.
Þú ert í partíi og sérð flotta stelpu. Hún gengur til þín og segir, “Ég heyri að þú ert frábær í rúminu.”
- Þetta er þekkt vörumerki.