Parið í Himnaríki.
Einu sinni var par á leið í kirkjuna on skyndilega var ekið á þau og þau dóu bæði.
Í Himnaríki:
Parið kemur að gullnahliðinu og hitta Lykla-Pétur. Pétur ákveður að hleypa parinu inn um hliðið, en þegar þau voru að fara inn stoppar konan og segir við Pétur: Þegar við vorum lifandi vorum við að fara að gifta okkur en okkur tókst það ekki vegna þess að það var keyrt á okkur á leiðinni í kirkjuna. Okkur langar enn að ganga í það heilaga og ég var að spá hvort það væri hægt að gifta sig í himnaríki?
Pétur klórar sér í hausnum og segir svo: Það eru engin dæmi þess að fólk hafi gifst í ríki Guðs en ég skal panta tíma hjá Drottni og þið getið spurt hann.
Tveimur vikum síðar:
Parið fer til Guðs og ber fram bónina. Guð segir þeim að koma aftur eftir 5 ár.
Þessi fimm ár líða í sæluvímu og svo fara þau aftur til Guðs. Allt gengur eins og í síðasta skiptið og Guð segir þeim að koma aftur eftir 5 ár.
Svo koma þau eftir 5 ár og þeim langar enn til að gifta sig, þá segir Guð: Jæja fyrst þið eruð svo ákveðin þá megið þið gifta ykkur og fyrst þið eruð búin á bíða svona lengi splæsi ég!
Tveimur mánuðum síðar koma parið aftur til Guðs og segjast hafa gert stór mistök, þau biðja guð um að leyfa þeim að skilja.
Þá segir Guð: Það tók mig 10 helvísk ár að finna prest hérna í himnaríki, hvað haldið þið að það taki mig mörg ár að finna lögfræðing?
kv. ragganna.
ps. ef þið föttuðu hann ekki….. þá var ég að gera grín að kaþólsku prestunum.