Hér ætla ég að skrifa nokkra gamla úr gömlu skopbókini
„Íslenzk fyndni".
Þingeyjingur nokkur, er Helgi hét, féll niður í gjá, en náðist þó
upp úr henni.
Þá var þessi vísa kveðin:
Að slysum enginn geri gys,
guðs er mikill kraftur.
Helgi fór til helvítis,
en honum skaut upp aftur.
;)
———-
Þessi dálítið durty:
Konráð prófessor Gíslason var á gangi með manni og mætti
Magnúsi Eiríkssyni.
Maðurinn þekkti hann ekki, og spurði, hver hann væri. Þá
svaraði Konráð með þessari vísu:
Þekkirðu ekki þennan mann?
Það er hann Magnús ragi,
sem eðlar sig við andskotann
undir sálmalagi.
——–
Gestur á hæli var á ferð norður Sprengisand með Brynjólfi frá
Minna-Núpi og Björgu Bergsdóttur á skrðufelli.
Brynjólfur var lítill reiðmaður og reið jafnan aftastur. Þeir
Gestur fóru að yrkjast á. Gestur byrjaði og hvað:
Ertu að gráta, elskan mín,
aftan við hana Björgu?
Brynjólfur botnaði:
Hræðist ég, hvað heimskan þín
hefur orð á mörgu.
Brynjólfur byrjaði vísu:
Meyjarkoss er mesta hnoss,
munablossi fríður.
Gestur botnaði:
Krossatrossi á eftir oss
einn á hrossi ríður.
Brynjólfur hafði fengið Dannebrogskross.
kv. Amon