Jónas fór út að borða um daginn og pantaði sér ágætis máltíð.
þegar hann var um það bil hálfnaður með máltíðina, þá kallaði hann á þjónustustúlkuna og sagði við hanan „Fröken, þessi kartafla er vond.“
Þjónustustúlkan kinkaði kolli, tók kartöfluna upp og sló hana með opnum lófanum nokkrum sinnum og sagði „Vond kartafla!“ Síðan setti hún hana aftur á diskinn og sagði við Jónas „Ef hún verður til frekari vandræða, þá skaltu bara láta mig vita.“
——————————————————————————–
——————————————————————————–
Við morgunverðarborðið einn daginn sagði Magga „Ég þori að veðja að þú veist ekki hvaða dagur er í dag.“
„Jú, auðvitað veit ég það!“ sagði Jónas og fór í vinnuna.
Klukkan 10 fyrir hádegi hringdi dyrabjallan og Magga opnaði. Þar var stúlkan úr Blómabúðinni og hún rétti Möggu tólf gullfallegar rauðar rósir með ástarkveðju frá Jónasi.
Klukkan eitt eftir hádegið kom sendill úr Súkkulaðibúðinni með eitt kíló af uppáhaldskonfektinu hennar Möggu og ástarkveðjur frá Jónasi.
Seinna um daginn kom konan í Kjólabúðinni með nýtísku ballkjól frá einu stóru tískuhúsanna í París og ástarkveðjur frá Jónasi.
Þegar Jónas kom heim beið Magga eftir honum með óþreyju. „Veistu hvað, Jónas? Fyrst blóm, svo konfekt og síðan þessi frábæri kjóll – ég held að þetta sé besti Fyrsti vetrardagur sem ég hef upplifað!“
——————————————————————————–
——————————————————————————–
Jónas fór að hitta lækninn sinn og hjúkrunarkonan byrjaði skoðunina á nokkrum grundvallarpurningum. „Hvað ertu þungur?“ spurði hún.
„Áttatíu og fimm kíló,“ sagði Jónas.
Hjúkkan setti hann á vigtina og það kom í ljós að hann var 130 kíló.
Hjúkrunarkonan spurði „Hvað ertu hár?“
„Einn áttatíu og sjö,“ sagði Jónas.
Hjúkkan mældi hann og það kom fram að Jónas var ekki nema 170 sentimetrar.
Næst mældi hún blóðþrýstinginn hjá Jónasi og það kom í ljós að hann var alltof hár.
Jónas útskýrði „Auðvitað er hann hár! Hvað heldurðu, kelling. Þegar ég kom hingað inn var ég hávaxinn og grannur. Núna er ég lítill og feitur!“
——————————————————————————–
——————————————————————————–
Magga sat á biðstofu læknis áamt annarri konu og þær tóku tal saman. „Við hjónin erum búin að reyna að eignast barn í mörg ár en ekkert gerist.“ sagði Magga, „Ég býst við að okkur sé ekki ætlað að eignast börn.“
„Ég hugsaði akkúrat svona,“ sagði hin konan. „En svo breyttist allt. Þess vegna er ég hér. Ég er nefnilega barnshafandi og komin þrjá mánuði á leið.“
„Þú verður að segja mér hvernig þú fórst að,“ sagði Magga.
„Ég fór til andalæknis,“ sagði hún.
„En ég er búin að reyna það,“ sagði Magga. „Við Jónas fórum til andalæknis í næstumþví ár og það hafði engin áhrif.“
Hin konan brosti og hvíslaði, „Næst skaltu fara ein, vinan.“