Valdi verslunarstjóri í 10-11 greip glóðvolgan mann sem var að stela úr búðinni. Hann tók þéttingsfast um handlegg mannstins og þegar hann var að fara með hann á skrifstofuna til að hringja í lögregluna gerði þjofurinn sér lítið fyrir, sleit sig lausan og hljóp af stað. Valdi hafði ekki til einskis æft sund og fótbolta til margra ára og náði þjófinum fljótlega. Hann var vígalegur í fasi, ýtti þjófinum upp að vegg og hélt honum þar.
Þá tók hann eftir því að fj´öldi viðskiptavina starði undrandi á aðfarirnar.
,,Hafið engar áhyggjur, gott fólk“ sagði Valdi hressilega. ,,Þessi gaur vogaði sér að fara á hraðkassa og var með fleiri en tíu hluti í körfunni.”
Þegar Kristín kom heim út Bingóbæ eitt kvöldið kom hún að manni sínum upp í rúmi með anarri konu. Krístín varð öskuvond og þótt hún væri orðin 87 ára gömul fleygði hún manni sínum niður af svölunum.
Hún var spurð fyrir rétti, þar sem hún var ´kærð fyrir morð, hvort hún hefði einhverja vörn fram að færa í máli sínu.
,,Já, herra dómari,“ sagði gamla konan. ,,Ég hugsaði bara með mér að ef Guðbrandur gæti gagnast konu, orðinn 92 ára gamall, þá hlyti hann að geta flogið líka.”