Jónas og Guðmundur ráku lítið fyrirtæki saman og einn daginn voru þeir að rífast heiftarlega um kynlíf.
„Ég tel,“ sagði Jónas, „að kynlífið sé 90 prósent erfiði og 10 prósent skemmtun.“
„Helvítis della,“ sagði Guðmundur. „Kynlífið er 90 prósent skemmtun og 10 prósent erfiði.“
Um þetta tókst þeim að rífast heil-lengi, eða þar til einn starfsmanna fyrirtækisins, ungur maður með framtíðina fyrir sér, kom þar að. Þeir ákváðu að bera þetta undir hann.
Eftir smá íhugun sagði ungi maðurinn: „Kynlíf er hundrað prósent skemmtun!“
„Af hverju segir þú það,“ spurðu Jónas og Guðmundur báðir í einu.
„Vegna þess,“ sagði ungi maðurinn, „að ef það væri eitthvað erfiði fólgið í því, þá mynduð þið láta mig gera það fyrir ykkur.“

——————————————– ———————-

Jónas var að tala við mann sem safnaði gömlum, verðmætum bókum.

“Það er skemmtileg tilviljun að ég skildi hitta þig,” sagði Jónas. “Bara í síðustu viku henti ég gamalli bók, stórri biblíu sem einhver Guten-eitthvað prentaði.”
“Guð min almáttugur,” sagði safnarinn. “Þetta hefur þó ekki verið biblía sem Gutenberg prentaði?”
“Jú, akkúrat, Gútenberg, það var nafnið,” sagði Jónas.
“Veistu hvað?” sagði safnarinn. “ Síðasta Gutenberg biblía sem kom á markað seldist fyrir meira en tíu miljónir.”
“Ja, þessi var algerlega verðlaus,” sagði Jónas. “Einhver náungi sem hét Marteinn Lúter var búinn að krota hana alla út.”

———————————————- ——————–

Gamall maður lá á dánarbeði sínu. Þegar hann fann greinilega að hann átti mjög skammt eftir ólifað, fann hann allt í einu dásamlegan bökunarilm koma úr eldhúsinu, þetta voru greinilega súkkulaðibita smákökur. Með einstökum viljastyrk tókst honum að hífa sig fram úr og komast alveg fram á gang og inn í eldhús. Þegar hann var kominn þangað beitti hann allra síðustu kröftum sínum í að teygja sig eftir köku, þegar hann var svo gott sem kominn með eina í hendurnar lamdi konan hans á handarbakið á honum með sleif og sagði, “láttu kjurt, þær eru fyrir erfidrykkjuna.”

kveðja
Poollari