Falleg ljóska var í bíltúr á nýja sportbílnum sínum lengst upp í sveit þegar það springur skyndilega. Hún er stödd rétt hjá sveitabæ, svo hún gengur þangað og bankar. Gamall bóndi kemur til dyra og hún segir: “Góðan dag. Það sprakk hjá mér hérna út á vegi, varadekkið er ónýtt og dráttarbíllinn kemur ekki fyrr en á morgun. Væri í lagi að ég myndi gista hérna eina nótt eða svo?”

“Já, já”, segir bóndinn, “þú getur verið hér; með því skilyrði þó, að þú farir ekkert að rugla í sonum mínum tveimur, Sigga og Gumma.”

Hún sér tvo vöðvastælta bóndasyni á þrítugsaldri skammt frá húsinu. “Allt í lagi”, segir hún.

Þegar hún er komin í rúmið um kvöldið, getur hún ekki annað en hugsað um bóndasynina sem sofa í næsta herbergi og stenst ekki mátið. Hún læðist yfir til þeirra og hvíslar að þeim, “Strákar, viljið þið ekki að ég kenni ykkur svolítið skemmtilegt?”

“Huh?” humma þeir báðir.

“Mig langar reyndar ekki að verða ólétt, svo þið verðið að nota þessa smokka.” Hún þræðir smokkana á strákana og síðan er bara dodo alla nóttina.

Fjörtíu árum seinna sitja Siggi og Gummi á veröndinni fyrir framan bóndabæinn, í ruggustólum.

Siggi segir, “Gummi?” Gummi segir, “Já Siggi?”

“Manstu eftir þessari stelpu sem kom hérna fyrir fjörtíu árum og kenndi okkur ýmislegt sniðugt?”

“Já,” segir Gummi, “ég man.”

“Væri þér ekki alveg sama þó að hún yrði ólétt?” spyr Siggi.

“Jú,” segir Gummi, “ég býst við því.”

“Mér líka,” segir Siggi. “Tökum þetta drasl bara af.”