Á lestarstöðinni keypti Jónas miða handa hverjum fjölskyldumeðlim, en Guðmundur keypti bara einn. Jónas varð dálítið hissa og spurði Guðmund: “Hvernig ætlarðu að koma allri fjölskyldunni með lestinni til Liverpool með bara einn miða?” “Bíddu bara og sjáðu,” sagði Guðmundur. Nú fóru allir um borð í lestina og stuttu seinna lagði hún af stað. Allir komu sér vel fyrir og nutu ferðarinnar, en stuttu áður en lestarvörðurinn var væntanlegur stóðu Guðmundur og fjölskylda upp og tróðu sér inn á næsta klósett. Þegar lestarvörðurinn kom bankaði hann á dyrnar og kallaði “Miða, takk!”. Guðmundur opnaði þá smá rifu á dyrnar og rétti miðann út. Þegar vörðurinn var farinn settist fjölskyldan aftur. Þetta fannst Jónasi gott ráð og ákvað að prófa það á leiðinni til baka. Leikurinn fór eins og best var á kosið (???) og fjölskyldurnar fóru á lestarstöðina í Liverpool til að kaupa miða. Jónas keypti bara einn miða, en hann varð forviða þegar hann sá að Guðmundur keypti engan.
“Hvernig ætlarðu að komast alla leið til London án þess að hafa miða?” spurði Jónas.
“Bíddu bara og sjáðu,” sagði Guðmundur.
Aftur komu allir sér fyrir í lestinni og stuttu áður en lestarvörðurinn kom stóðu Guðmundur og fjölskylda upp og tróðu sér inn á eitt klósettið. Jónas og fjölskylda tróðu sér þá inn á næsta klósett við. Nú leið dálítil stund, en þá kom Guðmundur út af sínu klósetti, bankaði á dyrnar hjá Jónasi og kallaði “Miða, takk!”
Tenging næst ekki við gagnagrunnsþjón: Unknown MySQL Server Host ‘cartman.hugi.is’ (11)