Dag nokkur kom maðurinn á hæðinni fyrir neðan að máli við hann og sagði honum að það væri óþægilegt fyrir hann og konuna hans að þurfa að búa við þennan hávaða á hverju kvöldi, hvort Jónas gæti ekki sleppt því að grýta skónum sínum í gólfið. Jónas afsakaði sig mikið og bar við hugsunarleysi. Auðvitað myndi hann taka tillit til þeirra og gera þetta ekki aftur.
Nokkrum dögum seinna kom Jónas seint heim eftir erfiðan dag, Settist á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og hennti honum af öllu afli í gólfið. Þegar hann var að taka af sér hinn skóinn mundi hann eftir granna sínum og lagði þann skó gætilega frá sér og fór að sofa.
Tveim klukkutímum seinna var hringt á bjölluna hjá Jónasi. Þar var kominn granninn á hæðinni fyrir neðan, óður af bræði. Hann öskraði “Viltu gjöra svo vel að kasta hinum skónum líka, svo við getum farið aftur að sofa!!”
Tenging næst ekki við gagnagrunnsþjón: Unknown MySQL Server Host ‘cartman.hugi.is’ (11)