Nokkrir menn eru samankomnir í búningsklefa í íþróttahúsi eftir æfingu. Allt í einu hringir farsími á einum bekknum. Einn mannanna tekur upp símann og eftirfarandi samtal á sér stað:
-Halló.
-Elskan, þetta er ég.
-Yndið mitt!
-Ertu í íþróttahúsinu?
-Já
-Frábært! Ég er í Kringlunni og þar sá ég frábæran minkapels. Hann er algjört æði. Má ég kaupa hann?
-Hvað kostar hann?
-Bara 120 þúsund.
-Jæja, allt í lagi. Kauptu hann bara ef þér finnst hann svona æðislegur.
-Ahh, ég kom líka við í Bílabúð Benna og sá Porche 911 Turbo 2001 módelið. Ég sá einn bíl sem ég féll í stafi yfir. Ég talaði við sölumanninn sem var tilbúinn í að gefa mér góðan afslátt og þar sem við þurfum hvort sem er að skipta á BMW-inum sem við keyptum í fyrra.
-Hvaða verð bauð hann þér?
-Aðeins tæpar sjö milljónir.
-Allt í lagi. Sláum bara til.
-Frábært! Það var eitt enn.
-Hvað?
-Það gæti virst dálítið stór ósk, en ég hef verið að fara yfir bankainnistæðuna þína og kom við í morgun hjá fasteignasölunni og sá húsið sem við skoðuðum í fyrra. Það er á tilboði! Manstu? Húsið með sundlauginni og stóra garðinum.
-Og hvað vilja þeir fá fyrir húsið?
-Aðeins um 40 milljónir. Frábært verð. Ég sé að við eigum samt einhvern afgang inni á reikningnum.
-Já, þú segir nokkuð. Farðu og keyptu það en gerðu tilboð upp á 37 milljónir.
-Allt í lagi, elskan. Takk! Sé þig á eftir! Ég elska þig!!!
-Bless, ég líka.
Maðurinn leggur á, lyftir upp símanum og spyr viðstadda:
-Veit einhver hver á þennan síma?