eldri hjón sem voru í útlöndum , New York nánar til tekið, voru það í helgarferð, þau voru í miðbænum og voru að drepa tímann þar til leikhússýning sem átti að byrja eftir um 1.5 klst , þau hjónin ákveða að fara sín hvora leiðina , konan gengur upp eina verslunargötu en hann röltir um og er minna að hugsa um hvert hann stefnir og fer niður nokkrar götur og er kominn í miður glæsilegt hverfi áður en langt um líður. upp að honum kemur ung kona , frjálslega klædd , augljóslega vændiskona og spyr hvort ekki megi bjóða honum þjónustu sína gegn vægu verði, hann afþakkar en konan gengur á eftir honum og spyr hvað hann sé tilbúinn að borga. og fyrir forvitnis sakir spyr hann hvað hún hafði hugsað sér fyrir sinn snúð. hún svarar 100 dollara, en hann svarar á móti að hann hafi bara um 20 dollara á sér, hún finnst það of lágt verð og fer að reyna fiska annað. seinna um kvöldið þegar hjónin voru á leið heim eftir leikhúsið og gengu um götu sem var í nánd við þá sem hann hafði hitt vændiskonuna, og viti menn þar stendur hún og sér hjónin ganga í áttina , konan vippar sér yfir götuna, gengur að þeim og segir “that´s what you get for 20 dollars honney!”
true story :)