Jónas kom til Reykjavíkur og fékk sér herbergi á Hótel Sögu. Seint um kvöldið kom hann niður tröppurnar niður í móttökuna, greinilega mjög drukkinn, reyndi að ganga eins beint og hann gat og gaf sig á tal við afgreiðslumanninn í móttökunni.

“Heyrðu, elsku kallinn minn,” drafaði hann, orðinn vel pæklaður af innihaldinu á mini-barnum. “Sko, veistu, með þetta herbergi sem þú lést mig í, ég bara verð að fá annað.”
“Því miður,” sagði afgreiðslumaðurinn. “Það vill bara svo til að það er dálítið mikið að gera hjá okkur núna, næstum því hvert einasta herbergi er upptekið og það er orðið svo áliðið að ég er hræddur um að það sé bara ekki gerlegt.”
“Ja, shko, mér er alveg sama,” sagði Jónas, “ég bara verð að fá annað herbergi.
”Er eitthvað að herberginu sem ég let þig fá, er það óþægilegt eða eitthvað?“ spurði afgreiðslumaðurinn.
”Nei-nei, kallinn minn, þetta er alveg ágætis herbergi, þægilegt og allt það, það er ekki það, sko – ég bara verð að fá annað.“
”Þú mundir kanski vilja segja mér af hverju þú þarft allt í einu að fá annað herbergi, fyrst það er ekkert að hinu?“ spurði afgreiðslumaðurinn.
Jónas hallaði sér að honum og hvíslaði ”Ef þú vilt endilega fá að vita það, þá er kviknað í því.“




————————————————- ——————————-



Magga ók hring eftir hring í kringum hringtorg. Að lokum kom lögreglumaður og stoppaði hana og sagði við hana: ”Ég er búinn að fylgjast með þér þó nokkuð lengi og á þeim tíma ert þú búin að fara 247 sinnum í kringum hringtorgið hérna.“
”Ég veit,“ sagði Magga. ”En það er ekki mér að kenna. Stefnuljósið mitt er bilað!“




————————————————- ——————————-


Jónas fann upp alveg skothelda aðferð til að losa sig við stress dagsins. Á hverju kvöldi þegar hann fór að hátta settist hann á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og hennti honum af öllu afli í gólfið. Síðan tók hann af sér hinn skóinn og henti honum af öllu afli í gólfið. Með þessu fann hann stress og streitu dagsins líða af sér með skónum.

Dag nokkur kom maðurinn á hæðinni fyrir neðan að máli við hann og sagði honum að það væri óþægilegt fyrir hann og konuna hans að þurfa að búa við þennan hávaða á hverju kvöldi, hvort Jónas gæti ekki sleppt því að grýta skónum sínum í gólfið. Jónas afsakaði sig mikið og bar við hugsunarleysi. Auðvitað myndi hann taka tillit til þeirra og gera þetta ekki aftur.

Nokkrum dögum seinna kom Jónas seint heim eftir erfiðan dag, Settist á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og hennti honum af öllu afli í gólfið. Þegar hann var að taka af sér hinn skóinn mundi hann eftir granna sínum og lagði þann skó gætilega frá sér og fór að sofa.

Tveim klukkutímum seinna var hringt á bjölluna hjá Jónasi. Þar var kominn granninn á hæðinni fyrir neðan, óður af bræði. Hann öskraði ”Viltu gjöra svo vel að kasta hinum skónum líka, svo við getum farið aftur að sofa!!"




————————————————- ——————————-

Farandsölumaður sem var að selja sjónvarpstæki af nýjustu og bestu gerð bankaði uppá hjá Jónasi og Möggu. Hann sýndi þeim tækið sem hann vara að selja og m.a. til að sýna þeim hvað fjarstýringin var öflug þá fór hann inn á klósettið og notaði hana þaðan. Það er óþarfi að taka það fram að Jónasi og Möggu leist svo vel á tækið að þau keyptu það strax.

Núna finnst þeim mjög gaman að horfa á 50 tommu sjónvarp í lit, dólbí steríó, surránd hljóði og hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Það eina sem fer í taugarnar á þeim er að þurfa að fara inn á klósett til að skipta um rás.