Stærðfræðikennari, sem mörgum stóð nokkur stuggur af, hafði þann hátt á að taka nemendur upp að töflu og láta þá glíma við stærðfræðidæmi. Tíðum lentu nemendurnir í miklum hrakförum við töfluna við litla hrifningu kennararns.
Nemandi sem hafði ekki gaman af stræðrfræði kveið mjög fyrir því að fara upp að töflu og skömmu áður en röðin kom að honum brá hann á það ráð að skrifa helstu stærðfræðiformúlur í lófa sér. Glíma hans við töfludæmin gekk þokkalega í byrjun en síðan seig á ógæfuhliðina er hvert dæmið á eftir öðru reyndist honum óreiknanlegt. Er hann hafði staðið aðgerðarlaus við töfluna um stund spurðu stærðfræðikennarinn hvassyrtur:
“Ertu gjörsamlega strand, drengur?”
“Já” muldraði strákurinn kvíðinn
“Nú, sérðu það ekki í hendi þér hvernig á að leysa þessi dæmi?” spurði kennarinn þá en fátt varð um svör af hálfu nemandans sem reyndi að fela hendur sínar…….