Hér eru 15 góðir brandarar sér valdir fyrir þig :þ.
1. -Ég var að eignast nýtt veski. Sjáðu það passar við skóna
mína og beltið mitt
-hvað er í því
-ekkert, alveg galtómt
-nú þá passar það við hausinn á þér líka.
2.Mér líst vel á þennan hund, en lappirnar eru heldur stuttar
-Stuttar! hvaða vitleysa er þetta í þér, maður. þær ná alveg
niður á gólf.
3. -Loksins hafði ég efni á því að kaupa mér tölvuleik
-Hvernig fórstu að því?
-Ég seldi tölvuna mína
4.Jónas setti upp verksmiðju í heimabæ sínum og fór að ráða
starfsmenn. Hann auglýsti í staðarblaðinu og tók fram að hann
ætlaði bara að ráða kvænta karlmenn. Kvenréttindafrömuður
bæjarins sá þessa auglýsingu og fannst rétt að tala við Jónas
tveim hrútshornum. Hún hringdi í hann og spurði hann “Af hverju
ætarðu að ráða bara kvænta karlmenn? Er það vegna þess að þú
telur konur aumari, heimskari,
geðstirðari … eða hvað er málið? ”Nei, alls ekki, kona góð,“
sagði Jónas. ”Það er vegna þess að þeir kunna að hlýða skipunum,
eru vanir að láta traðka á sér, vita hvenær þeir eiga að halda
kjafti og fara ekki í fýlu þegar ég öskra á þá.“
5. Einu sinni var tölvunarfræðingur að fara yfir götu þegar
hann heyrði frosk kalla á sig, ” Ef þú kyssir mig þá breytist
ég í forkunarfagra prinsessu“ Strákurinn beygði sig niður og
tók froskinn og stakk honum í vasann. Froskurinn sagði aftur
við hann: ” Ef þú kyssir mig þá breytist ég í forkunarfagra
prinsessu þá skal ég vera hjá þér í eina viku.“ Strákurinn
tók froskinn úr vasanum, brosti framan í hann og stakk honum
aftur í vasann. Froskurinn ræskti sig og sagði hátt: ” Ef þú
kyssir mig þá breytist ég í forkunarfagra prinsessu þá skal
ég vera hjá þér í eina viku og gera ALLT sem þú villt.“ Aftur
tók strákurinn froskinn upp úr vasanum, brosti framan í hann
og stakk honum síða í vasann. Þá sagði froskurinn við strákinn:
”Hvað er að ? “Ég sagði þér að ég er forkunarfögur prinsessa,
mun vera hjá þér og gera allt sem þú villt. Af hverju villtu
ekki kyssa mig ?” Strákurinn svaraði: “Sko sjáðu til, ég er
tölvunarfræðingur. Ég hef ekki tíma fyrir kærustur en talandi
froskur er alveg ótrúlega kúl”
6.Tvær ljóskur fóru í fyrsta skipti til útlanda og voru að fara
í fyrsta sinn í lest. Þegar þær eru búnar að koma sér vel fyrir
í sætunum gengur ávaxtasali á milli sætaraðanna og er að selja
framandi ávexti sem þær hafa aldrei séð áður. Þær ákveða að
kaupa sér sitthvorn ávöxtinn. Önnur ljóskan ákveður að gæða sér
á ávextinum um það leyti sem lestin er að fara inn í göng.
Þegar lestin kom út úr göngunum lítur hún á vinkonu sína og
segir, “Ég myndi ekki borða þennan ávöxt ef ég væri þú.” “Af
hverju ekki?” “Ég tók einn bita og varð blind í hálfa mínútu.”
7. Einu sinni var ljóska í Elko og sá sjónvarp sem henni leist
vel á. Hún sagði við afgreiðslumanninn að hún vildi kaupa
sjónvarpið. Þá sagði afgreiðslumaðurinn að hann afgreiddi ekki
ljóskur. Jæja, ljóskan fór heim og litaði hárið svart. Hún kom
svo aftur næsta dag og bað afgreiðslumanninn um sjónvarpið.
Aftur sagði hann að hann afgreidd ekki ljóskur. Ljóskan skildi
ekkert hvernig hann vissi að hún væri ekki ljóska en fór heim
rakaði af sér allt hárið og fór í Elko næsta dag. Þegar hún
bað um sjónvarpið sagði afgreiðslumaðurinn eins og áður að hann
afgreiddi ekki ljóskur. Nú stóð hún alveg á gati! Hún spurði
afgreiðslumanninn hvernig í ósköpunum hann gæti séð að hún væri
ljóska, þar sem hún væri ekki með neitt hár á höfðinu.
Afgreiðslumaðurinn sagði henni þá að enginn nema ljóska myndi
halda að þessi örbylgjuofn væri sjónvarp.
8.Af hverju tvöfalda ljóskur ekki uppskriftir?
Vegna þess að ofninn kemst ekki hærra en 350°C
9. Lögga stoppaði ljóskuna sem ók á móti umferðinni á
einstefnugötu.
Löggan: “Sástu ekki örvarnar?”
Ljóskan: “Ég sá ekki einu sinni Indjánana.”
10.Hafiði heyrt um ljóshærða landkönnuðinn?
Hann tók með sér sandpappír, hann hélt að það væri kort af
Sahara eyðimörkinni.
11.Hvernig deyja heilasellur ljósku?
Einmanna…
12.Þjónninn: Jæja, í dag er ég með reykta tungu, steikta lifur,
nýru í kássu og grísalappir.
Gestur: Ég var ekki að spyrja um heilsufar þitt.
13.Af hverju varð ljóskan svona glöð þegar hún gat klárað
púsluspilið sitt á sex mánuðum? Það stóð ‘2-4 ára’ á kassanum.
14. Hafnfirðingar borða aldrei kleinuhringi vegna þess að þeir
vita ekki hvað þeir eiga að gera við gatið.
15. Siggi, pabbi vinar míns, sá sumarbústað auglýstan til sölu
og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætis
bústaður. Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort
það væri verönd við bústaðinn.
-Verönd, hvað er það?
Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað.
-Nei, það er ekkert svoleiðis.
En salernisaðstaða?
-Það er fínasti kamar rétt hjá.
En ekkert klósett inni?
-Nei.
Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum.
-Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni.