Fyrsta framhjáhald
Það voru miðaldrahjón sem áttu tvær ótrúlega fallegar dætur á táningsaldri. Þau ákváðu að reyna síðasta sinn við að fá soninn sem þau höfðu alltaf langað í.
Eftir að hafa reynt í marga mánuði, varð konan ófrísk og níu mánuðum síðar fæddi hún hraustann strák. Ofsakáti faðirinn dreif sig inn í fæðingarherbergið til að sjá nýja soninn sinn. Hann leit á son sinn og varð dauðskelkaður á að sjá eitthvert ljótasta barn sem hann hafði nokkurn tímann séð.
Hann fór til konu sinnar og sagði að það væri ekki möguleiki á að hann væri faðir þessa barns, “Líttu á dætur mínar tvær sem ég átti með þér”. Hann gaf konu sinni illt auga og spurði, “Hefur þú verið að halda fram hjá mér?”
Konan brosti bara ljúft og sagði… “Ekki í þetta skipti.”
Annað framhjáhald
Krufningalæknir var að vinna frameftir eitt kvöldið. Það var hans starf að rannsaka lík áður en þau yrðu grafin eða brennd. Þegar hann var að skoða líkið af Sigðurði nokkrum sem átti að fara brenna, sá hann nokkurt stærsta typpi sem hann hafði nokkurn tíma séð!
“Mér þykir það leitt Sigurður” sagði krufningalæknirinn, “en ég get ekki látið brenna þig með þetta ótrúlega stóra tól. Það verður að vera geymt á reðursafninu.” Og því næst fór krufningarlæknirinn í það að skera af typpið á Sigurði heitnum.
Krufningalæknirinn setti typpið í töskuna sína og fór með það heim. Hann ákvað að sýna konu sinni það fyrstri. “Ég er með svolítið sem þú munt ekki trúa” sagði hann og opnaði
töskuna sína.
“Guð minn góður!” öskraði hún… “Sigurður er dáinn!”
Þriðja framhjáhald
Maður einn fer inn á bar eitt kvöldið. Hann labbar upp að barnum
og biður um bjór.
“Sjálfsagt, það kostar eina krónu”
“Eina krónu!” sagði maðurinn hissa.
“Já” svaraði barþjónninn.
Svo að maðurinn sér matseðilinn og spyr, “Get ég fengið stóra safaríka nautasteik og öllu meðlæti?”
“Sjálfsagt” svarar barþjónninn, “en það kostar pening”
“Hversu mikinn pening?” spyr maðurinn.
“fjórar krónur” svarar barþjónninn
“FJÓRAR krónur!” spyr maðurinn, “hvar er eigandinn?”
“Uppi með konunni minni”, svarar barþjónninn.
“Hvað er hann að gera upp með konunni þinni?” spyr maðurinn
“Sama og ég er að gera við viðskiptin hans” segir barþjónninn
:)