Fyrsta barnið
Einu sinni var kona sem var að eignast sitt fyrsta barn með kærastanum sínum og allt var alveg yndislegt hjá þeim,þau ætluðu bráðum að gifta sig og voru mjög rík. Eitt kvöldið eru þau að horfa á sjónvarpið þegar konan missir vatnið og maðurinn þýtur með hana á spítalan og er hún flutt inn á eina stofuna og á meðan segir læknirinn við manninn “sko við erum komin með nýtt tæki sem getur látið manninn taka hluta af sársaukanum frá konunni svo að hún finni ekki eins mikið til, má bjóða ykkur að prófa?” manninum líst mjög vel á það og segir konunni frá því og svo tekur læknirinn sýni úr konunni og stingur því inn í vélina og stingur vélinni í samband og stillir á 20% sársauka en maðurinn situr alveg sallarólegur og biður lækninn um að stilla hana á 50% og læknirinn spyr hvort hann sé allveg viss “jájájá” segir maðurinn “alveg handviss” og læknirinn gerir það og segir “hvernig ferðu að þessu?” og maðurinn svarar “þetta er ekkert vont ég finn varla fyrir þessu,viltu ekki stilla þetta á 100%” segir maðurinn “ha nei enginn karlmaður getur ráðið við allan þann sársauka” en maðurinn er allveg fastur á sínu svo læknirinn gerir það og konan fæðir barnið alveg sársaukalaust. Eftir 2 daga fá þau að fara heim með barnið af fæðingardeildinni og þegar þangað kemur liggur bréfberinn dauður á tröppunum.