Kona á fimmtugsaldri fer til lýtalæknis til að fá sér andlitslyftingu. Læknirinn segir henni frá splunkunýrri aðgerð sem kallast “Takkinn”. Hún felist í því að litlum takka sé komið fyrir aftan á höfðinu og honum megi snúa hvenær sem er til að
strekkja á húðinni í andlitinu.
Þegar húðin fer að slakna aftur má svo bara snúa meira.
Með þessu móti geti konur losnað við að koma aftur og aftur í
andlitslyftingu.
Konan vildi ólm fá “Takkann”.

Fimmtán árum síðar kemur konan aftur til læknisins, með tvö vandamál. Takkinn hefur virkað vel í öll þessi ár.
Í hvert skipti sem mér finnst húðin vera að slakna, sný ég takkanum og húðin verður slétt og fín.
Nýlega er ég samt komin með poka undir augun sem takkinn virðist ekki ráða við.
“Þetta eru ekki augnpokar, heldur brjóstin á þér”, segir læknirinn.
“Núúú”, svarar konan, “ég býst við að það skýri hökutoppinn….”


________________________________ ___________________________________


Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan Mercedes til að halda uppá það að konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin.

Hmrmff… þeir ná mér aldrei á Mercedes Bens og hann gaf í… og gaf aftur í .. Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig “Hvað er eiginlega að mér?” …hægði á og keyrði út í vegarkantinn.

Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn:

“Þetta hefur verið langur vinnudagur” sagði hann “ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á ,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn”

Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks:

“Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var skal ég segja þér svo hræddur um að þú værir að skila henni”

“Góða helgi” sagði löggan

_____________________________________________ ______________________

Til umhugsunar um gildi netfanga:
Maður nokkur sem er atvinnulaus sækir um vinnu hjá Microsoft við skúringar. Hann mætir í viðtal á mánudagsmorgni og ráðningarstjórinn biður hann um nafn, heimilsfang og tölvupóstfang. Þá kemur hik á mannin og hann segir: ‘Ég er því miður ekki með neitt tölvupóstfang þar sem ég á ekki tölvu og hef ekki efni á henni’. ‘Þá get ég því miður ekki ráðið þig til Microsoft’, segir þá ráðningarstjórinn. ‘Microsoft er hátæknifyrirtæki sem getur ekki verið þekkt fyrir að ráða fólk sem ekki hefur áhuga og grunnkunnáttu á tölvur, sama hvar í fyrirtækinu það vinnur’. Það var því niðurstaðan að hann fékk ekki vinnuna. Nú voru góð ráð dýr fyrir manninn. Hann var með 1000 kall í asanum sem hann notaði til að kaupa kassa af tómötum. Hann settist síðan á götuhorn og seldi vegfarendum einn og einn tómat, eftir daginn var hann með 8000 kall í vasanum. Hann hélt uppteknum hætti á nokkra mánuði og margfaldaði tekjur sínar á þennan hátt og með því að vinna mikið og lengi.
Nokkru seinna keypti hann sér grænmetisvagn og stuttu seinna var hann kominn með heilan her af svona grænmetissöluvögnum. Eftir nokkur ár átti þessi maður eina stærstu grænmetis og ávaxtasölukeðju heims og var orðin vellauðugur. Þegar svo er komið fer maðurinn að hafa áhyggjur af framtíð fjölskyldu sinnar og ákveður ná sér í líftryggingu. Hann hefur samband við tryggingarsala og undir lok samtalsins biður tryggingarsalinn hann um tölvupóstfang hans til að geta sent honum yfirlit yfir líftrygginguna.
Maður svarar og segist ekki hafa komið sér upp neinu slíku fyrirbæri. Hann hafi einfaldlega ekki þurft á því að halda. ‘Skrýtið segir tryggingarsalinn’, þar sem þú hefur getað byggt upp svona stóra og mikla verslunarkeðju án þess að hafa tölvupóst, hvað ætli þú hefðir þá getað gert ef þú hefðir haft hann?' Maðurinn hugsar sig um og svarar: ‘Líklega ekki mikið, ég hefði verið skúringakall hjá Microsoft’.


Fyrsti mórall sögunnar: Internetið stjórnar ekki lífi þínu.
Annar mórall sögunnar: Ef þú vilt vinna við skúringar hjá Microsoft, náðuþér þá í tölvupóstfang.
Þriðji mórall sögunnar: Ef þú ert ekki með tölvupóstfang en vinnur mikið og lengi geturðu orðið milljónamæringur engu að síður.
Fjórði mórall sögunnar: Ef þú fékkst þessa sögu í tölvupósti eða last hana á vefnum, þá ertu nær því að vinna við skúringar hjá Microsoft en að verða milljónamæringur.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.