Læknir, lögfræðingur, lítill drengur og prestur eru staddir í lítilli einkaflugvél einn daginn þegar einn mótorinn gefur
sig. Þrátt fyrir sín bestu tilraunir flugmannsins til að rétta við flugvélina, byrjaði hún að hrapa.
Að lokur fer svo að flugmaðurinn grípur fallhlíf, öskrar til farþegana að það væri eins gott fyrir þá að stökkva, og
stekkur svo flugmaðurinn út.
Því miður voru bara þrjár fallhlífar eftir. Læknirinn grípur eina og segir, “Ég er læknir, ég bjarga mannslífum svo að ég verð að lifa!” og stekkur svo út.
Lögfræðingurinn segir, “Ég er gáfaðasti maður í heimi, ég verðskulda að lifa!” Hann grípur fallhlíf og stekkur.
Presturinn lítur á litla drenginn og segir, “Drengur góður, ég hef lifað lengi og lifað góðu lífi. Þú ert ungur og átt allt lífið framundan. Taktu síðustu fallhlífina og farðu í friði” og rétt drengnum fallhlífina.
Litli drengurinn réttir prestinum aftur fallhlífina og segir, “Engar áhyggjur prestur góður. Gáfaðasti maður í
heimi stökk út með bakpokann minn.”