Andrés Önd er alltaf fyndin, en brandararnir aftan á Andrés blöðunum? ? ? Hér koma nokkrir þaðan:)
-Hefurðu heyrt um níska Skotann sem flutti sjónvarpið sitt út í bílskúr?
-Það var ódýrara en að kaupa miða í bílabíó !
-Ég vil fá flugmiða kringum hnöttinn.
-Aðra leið eða báðar?
-Læknir, læknir, ég var að spila á flautuna mína svo svelgdist mér á og ég gleypti hana óvart!
-Slappaðu af. Hugsaðu þér ef þú hefðir verið að spila á flygil!
Á veitingastaðnu:
-Þjónn, það er ekki ein einasta rækja í þessum rækjukokkteil.
-En kæri herra, það eru heldur engir Grikkir í gríska salatinu okkar!
-Hvers vegna framleiða Hafirðingar ekki sína ísmola?
-Vegna þess að enginn þeirra kann uppskriftina!
(auðvitað varð að vera hérna Hafirðingar-brandari. En afhverju er alltaf gert grín af Hafirðingum?)
-Hver fer Egill í ferðalag?
-Til Egilsstaða!
-Hvaða skóstærð vantar þig?
-Ja, þrjátíu og sjö er mín stærð en ég verð alltaf að kaupa þrjátíu og níu því að þrjátíu og sjö meiða svo á mér tærnar.
-Af hverju er svona þreytandi að gera ekki neitt?
-Af því að maður tekur sér aldrei hvíld.
-Við héldum að hann væri með mislinga en hann hafði bara hnerrað ofan í tómatsósuna.
-Hvað varð um strákinn sem var svo flinkur að herma eftir fuglunum?
-Kötturinn át hann.
-Heyrðu frú, þú hefur sett of mörg frímerki á þetta bréf.
-Almáttugur, ég vona að það verði ekki sent of langt.
-Hefurðu heyrt um Skotann sem óskaði sér klukku í afmælisgjöf frá öllum sem hann þekkti?
-Hann hafði heyrt að tíminn væri dýrmætur!
HEIMSKULEGASTI BRANDARI EVER:
-Ég hef verið að safna fyrir nýjum bíl í nokkurn tíma en í gærkvöldi tók ég peningana og fór í bíó fyrir þá.
;) A.T.H. ;)
Að það gætu verið innsláttarvillur, svo þið verðið bara að reyna hrofa framhjá því!! :)