Jónas labbaði inn hjá sálfræðingnum sínum mjög niðurdreginn og dapur. „Læknir,“ sagði hann, „Þú verður að hjálpa mér. Ég þoli þetta ekki öllu lengur.”
„Nu, hvað er að?“ spurði læknirinn.
„Sko, ég er 35 ára gamall og mér gengur ekkert með að ná mér í kvenfólk. Það virðist vera sama hvernig ég reyni, það er bara eins og ég hræði þær í burtu.”
„Jónas minn, þetta er ekki erfitt vandamál. Þú verður bara að efla sjálfstraustið. Þegar þú vaknar á morgnana, þá vil ég að þú hlaupir að speglinum og segir við sjálfan þig að þú sért góður maður, skemmtilegur maður og aðlaðandi maður. En þú verður að segja þetta með mikilli sannfæringu. Ég lofa þér að innan viku verðir þú umvafinn fögru kvenfólki.“ Jónas virtist ánægður með þessi ráð og fór léttstígur út af skrifstofu sálfræðingsins.
Þrem vikum seinna kom Jónas aftur jafn niðurgreginn og áður. „Virkaði ekki þetta sem ég sagði þér að gera?” spurði læknirinn.
„Jú, þetta virkaði svo sannarlega. Undanfarnar vikur hef ég notið félagsskapar sumra fallegustu kvenna landsins,“
„Og hvað er þá að?” spurði sálfræðingurinn.
„Það er ekkert að hjá mér,“ sagði Jónas. „En konan mín tekur þessu verulega illa.”