Lögregluþjónnn stöðvaði mann á fallegum brúnum
Mersedes Benz á Vesturlandsvegi hér í Mosfellsbæ og auk ökumanns sem
er virðulegur eldri maður var konan hans í bílnum.
Lögreglumaðurinn: “Þú ókst að minnsta kosti á 120 km hraða og veist
væntanlega að leyfilegur hámarkshraði er aðeins 90 km á klst.”
Maðurinn: “Nei þetta er ekki rétt hjá þér, ég var á tæplega 100.”
Konan: “Láttu ekki svona elskan mín, þú varst á 140, ég sá það.”
Lögreglumaðurinn: “Ég þarf einnig að setja á sektarmiðann að annað
bremsuljósið er brotið.”
Maðurinn: “Brotið bremusljós? Ég vissi það bara ekki!”
Konan: “Æ, elskan mín, þú veist að það er búið að vera brotið í
nokkrar vikur.”
Lögreglumaðurinn: “Ég þarf einnig að setja á sektarmiðann að þú
hafir ekki verið með öryggisbelti.”
Maðurinn: “Heyrðu, láttu nú ekki svona ég losaði mig úr beltinu
þegar þú stoppaðir mig.”
Konan: “Elsku kallinn minn, ekki segja svona, þú notar aldrei
öryggisbeltið.”
Maðurinn er nú greinilega orðinn eitthvað pirraður yfir konunni,
hann snýr sér að henni og öskrar á hana: “Reyndu nú að þegja einu
sinni!”
Lögreglumanninum var farinn að finnst þetta nokkuð skemmtilegt svo
hann snéri sér að konunni og spurði hana: “Frú, talar maðurinn þinn
alltaf svona við þig?”
Konan: “Nei, bara þegar hann er fullur.”