Jónas var nýdáinn og Magga var að segja vinkonu sinni frá því hvað hann Jónas hefði nú verið góður maður.

„Jónas hugsaði fyrir öllu,“ sagði Magga. „Rétt áður en hann dó kallaði hann mig að sjúkrabeðinu og rétti mér þrjú umslög. ‚Magga,‘ sagði hann, ‚ég er búinn að setja mínar hinstu óskir í þessi umslög. Opnaðu þau eftir að ég er allur og gerðu nákvæmlega eins og ég hef fyrir lagt. Þá get ég hvílt í friði.‘“

„Hvað var í umslögunum?“ spurði vinkonan.

„Í fyrsta umslaginu voru 50.000 krónur og miði sem á stóð ‚Vertu svo væn að kaupa fallega kistu fyrir þennan pening.‘ Svo ég fór og keypti fallegustu mahóníkistu sem til var með silkifóðringu, svo nú get ég verið viss um að það fer mjög vel um hann.

„Í öðru umslaginu voru 100.000 krónur og miði sem á stóð ‚Notaðu þessa peninga til að borga fyrir jarðarförina.‘ Með þessari upphæð gat ég fengið virðulega jarðarför og dýrindis erfidrykkju með mat og drykk fyrir alla vini og ættingja.“

„En hvað með þriðja umslagið?“ spurði vinkonan.

„Í þriðja umslaginu voru 250.000 krónur og miði sem á stóð ‚Kauptu fallegan stein fyrir þessa upphæð.‘“

Og Magga lyfti upp annarri höndinni, sýndi 10 karata demantshring sem hún var með og sagði „Hvernig finnst þér hann?“

————<————<————-<—– ——–
Jónas var á ferðalagi um Vestfirði og var orðinn viltur. Hann ók og ók og vissi ekkert hvar hann var. Allt í einu rak hann augun í hrörlegan bóndabæ. Hann keyrði mjög varlega upp illfæra heimreiðin, fór upp að útidyrunum og bankaði. Til dyra kom gömul kona í slitnum fötum og Jónas spurði hana hvernig hann gæti komist til Ísafjarðar.

„Veit það ekki!“ sagði konan stuttaralega og lokaði dyrunum.

Jónas fór aftur upp í bílinn sinn og lagði af stað niður heimreiðina. Þá sá hann í baksýnisspeglinum hvar konan var aftur komin út og með henni gamall maður. Þau veifuðu ákaflega og bentu Jónasi að snúa við. Hann gerði það með miklum erfiðismunum og rétt tókst að forða bílnum frá að festast í heimreiðinni. Þegar hann stoppaði við húsið og steig út úr bílnum, þá kom konan til hans og sagði:

„Þetta er hann Ragúel, maðurinn minn. Hann veit ekki heldur hvernig á að komast til Ísafjarðar.“

————————————— ——————-
Jónas gekk draugfullur niður eftir Aðalstræti með annan fótinn í ræsinu. Lögga stoppar hann og segir „Ég verð að taka þig með á stöðina, vinur. Þú ert greinilega ofurölvi.“

Jónas spyr hann drafandi „Heyrðu, löggumann, errrdu al- ég meina sko alveg viss um að ég sé durugginn, ha?“

„Já kallinn minn, það er ekki nokkur vafi á því,“ sagið lögregluþjónninn. „Komdu nú!“

Jónas andar létta og segir með feginleik í röddinni „Guði sé lof. Ég hélt ég væri orððinn bægglaður.“