Við höfum gert nokkrar breytingar á upplýsingaglugganum sem þið hafið verið að sjá hér á huga. Þessi gluggi sem ég er að tala um er glugginn sem þið fáið upp þegar þið smellið á notandanafn hjá fólki á huga.
Þar hefur verið hægt að sjá stig, kyn og hvaða áhugamál fólk hefur. Nú höfum við bætt við fleiri stillingum.
Ef fólk fer í egóið sitt og skoðar Stillingarkubbinn þá sér það þar nýja valmöguleika: Ýmislegt og Myndin mín. Undir ýmislegt er hægt að stilla hvaða upplýsingar eru birtar í upplýsingaglugganum. Einnig er hægt að bæta við meiri upplýsingum og undir Myndin mín er hægt að setja inn mynd af sér sem birtist í upplýsingaglugganum einnig ef þið viljið.
Njótið vel.