<big><b>Atburðir:</b></big><br><ul><li><b>Forsíðuyfirlit:</b><br>Á forsíðunni eru sýndir næstu 10 atburðir. Einnig ef smellt er á Atburðir í valmyndinni til vinstri er hægt að skoða ókomna og gamla atburði.<p></li>
<li><b>Að skoða atburð:</b><br>Sú nýjung er komin að þú getur merkt við hvort þú ætlir á atburð eða ekki. Ef þú merkir við að þú ætlir færist atburðurinn sjálfkrafa inn í dagbókina þína á viðkomandi dag.<p></li>
<li><b>Egó:</b><br>Þegar þú setur kubbinn inn í egó getur þú skilgreint úr hvaða áhugamálum þú vilt sjá atburði (Hægt að breyta eftir á með því að smella á <i>Sía</i>).</li>
<li><b>Innsending:</b><br>Búið að bæta við: Hvar atburðurinn á sér stað, hvort eitthvað aldurstakmark sé og aðgöngseyrir (hvort eitthvað kosti inn).<p></li>
</ul>
<big><b>Dagbókin:</b></big><br><ul><li><b>Dagatalið:</b><br>Eins og er virkar dagatalið þannig að þegar þú smellir á einhvern dag þá sýnir hún vikuna sem dagurinn tilheyrir.<p></li>
<li><b>Til minnis</b> (todo):<br>Getur sett inn minnisatriði (tossamiðar). T.d. “Kaupa herðatré”, eitthvað sem þarf að muna en hefur ekki neina tímasetningu<p></li>
<li><b>Vikuyfirlit:</b><br>Sýnir hvað er í gangi vikuna sem er valin (sjá dagatalið). Birtir færslur sem þú hefur sett inn eða hafa verið sendar á þig. Ef þú ert með Atburðakubb með skilgreinda síu í egóinu þá birtast þeir atburðir þar sem þú átt eftir að svara hvort þú mætir eður ei.<p></li>
<li><b>Ný færsla:</b><br>Flest á þessari síðu ætti að skýra sig sjálft, en benda skal á: boða vin og senda áminningu. Að boða vin virkar þannig að þú ert með fólk á vinalistanum þínum, og getur sent færsluna á þá og þeir geta ýmist hafnað henni eða samþykkt. (Til að bæta notanda á vinalista er best að smella á notendanafn viðkomandi og velja síðan <i>Setja í vinalista</i>). <p></li>
<li><b>Áminningar</b><br>Ef þú vilt láta minna þig á einhverja færslu eða atburð þá smellirðu á “Stofna áminningu” þegar þú býrð til færsluna eða smellir á timasetninguna í vikuyfirlitinu. Ef þú ert með gsm númerið þitt skilgreint í stillingakubbnum (undir Ýmislegt) þá geturu látið senda þér áminningu í SMS (hver sending kostar 6kr).<p></ul